Vítislogar:Heimur í stríði 1939 -1945: Max Hastings

D134F902-88C8-426F-8344-18FC6DE64241
Heimsstyrjöldin síðari

Lesið á ferðalagi

Þegar ég hafði komið mér notalega fyrir á hótelherbergi í Berlín, hugaði ég að því að velja mér bók til lestrar. Það er lán í óláni fyrir blinda og sjónskerta að þeir geta tekið bókasafnið sitt, Hljóðbókasafn Íslands, með í ferðalög. Ég sá að það var búið að setja inn bækur um heimstyrjöldina síðari. Þær heita Vítislogar:Heimur í stríði 1939 – 1945 og eru eftir Max Hastings.  Magnús Þór Hafsteinsson hefur þýtt þær og les þær sjálfur. Eftir nokkuð hik ákvað ég að lesa þær en gerði mér um leið grein fyrir að það er stórvirki að lesa slíkar bækur, bæði vegna lengdar þeirra og  efnisins vegna. Þær taka 20,42 +20,56 +16,36 klukkustundir í hlustun. Auðvitað veit kona á mínum aldri ýmislegt um stríðið, ég man meira að segja eftir því (fædd 1942). Ég veit ekki hvort það sé rétt að tala um stríðið, því það voru mörg stríð í gangi. Höfundur gerir grein fyrir efnistökum í inngangi. Segist ætla að draga upp heildarmynd í tímaröð af framgangi stríðsins. Hann ræðir fátt um aðdragandann, dembir sér beint að segja frá innrásinni í Pólland. Bretar og Frakkar sem höfðu lofað Póllandi stuðningi voru óviðbúnir.

Síðan er gangur stríðsins rakinn nokkurn veginn í tímaröð. En þetta er ekki bara saga hernaðar, höfundur leitast við að lýsa baklandi hinna stríðandi fylkinga, hvað vill almenningur ? En slíkar pælingar ná auðvitað bara til lýðræðisríkja. Einræðisríki þurfa engan að spyrja.

Stríðin utan Evrópu

 Auðvitað vissi ég að það voru háð stríð utan Evrópu en ég vissi lítið um þau stríð, hafði ekki lagt mig eftir því að fræðast. Það litla sem ég vissi var úr bókum og kvikmyndum.

Þurfum við að vita þetta?

Ég held að það hafi verið vegna stríðsins  í Úkraníu,  sem ég ákvað að lesa þessa bók og að hluta til vegna þess að ég var stödd í  Berlín. Ég hraðlas, staldraði ekki við neitt, reyndi að ná þessari heildarsýn sem höfundur lofar. Það var mikið af tölum. Tölur fallinna og látinna, í bland við þetta voru frásögur  af einstaklingum sem ýmist dóu eða lifðu stríðið af en urðu aldrei samir menn. Það er merkilegt hvað maður hefur mikla samúð með einstaklingum og frásaga af tugþúsund og/eða hundruðum þúsunda lætur  mann lítt snortinn.

Stríð er glæpur

Höfundur leitast við að leggja mat á hvað er rétt og hvað er rangt í þessu stríði. Hann gerir það vel og af mikilli alvöru. Ég hugsa: Stríð er bara vont.

Fyrir nokkrum árum las  ég bók Svetlönu Aleksíevítsj;Stríðið hefur enga  kvenlega ásýnd. Hún byggir bókina á viðtölum sem hún átti við fjölda kvenna sem börðust í her Sovét. Mér fannst þetta grípandi bók. Las hana á sænsku og hugsa oft til þess að þessa bók þyrfti að þýða.

Að lokum

Ég hef heyrt útundan mér að vopnaframleiðendur hafi sett allt á fullt og hjá þeim sé bjart framundan. Auðvitað.

En ég hef minna heyrt af því að fólk kalli eftir vinnu sem miðar að því að breyta heiminum á þann veg að það skapist ekki stríðsástand. Mér finnst að efi bókarinnar um heimsstyrjöldina síðari kalli á að við lærum af mistökunum.

Þakkir

Það er stórvirki að þýða þessa bók og ég kann þýðanda Magnúsi Þór Hafsteinssyni þakkir fyrir. Já og líka fyrir lesturinn

Myndin er tekin af málverki á Berlínarmúrnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

ÉG skil ekki stríð. Það hafa verið háð stríð frá upphafi mannkyns, og hvað hafa þau áorkað? Eymd, eyðileggingu, sársauka,upplausn og örbyrgð. Þeir sem græða eru vopnaframleiðendur, hvort svo mikill auður geri þá hamingjusama veit ég ekki, en efast um það. Úkranía var engin ógn við PútIn. Ætli hann sé hamingjusamur? Því geta ekki öll dýrin í skógingum verið vinir?

Rafn Haraldur Sigurðsson, 30.4.2022 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 187450

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband