Um Torfhildi Hólm

290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6BTorfhildur Hólm

Ég hef verið óvenju kvefsækin þetta sumarið. Mér finnst orðatiltækið „kvefsækin“ ekki nógu gott, það er eins og það gefi í skyn að einstaklingurinn í, þessu tilviki ég, hafi sjálf og viljandi sótt mér þessar pestir. En svo var ekki. Þær réðust á mig.

Nóg um það. Pestir eru ekki alvondar ef þær eru í vægari kantinum. En það voru mínar. Ég gat lesið/hlustað.

 

Í þetta skipti varð Torfhildur Hólm fyrir valinu. Það var ekki félagsskapur af verri endanum.  

 Biskupar

Bækurnar  sem Torfhildur er þekktust fyrir eru  um biskupana Jón Arason og Brynjólf Sveinsson. Þetta eru sögulegar skáldsögur. Ég hef ekki hugmynd um hversu sannferðugar þær eru en ég trúi hverju orði. En það er einkenni góðra bóka að þær eru samfærandi. Biskupar þessa tíma voru voldugir enda var staða kirkjunnar þá önnur en nú.

Um Torfhildi

Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm var prestsdóttir, fædd á Kálfafellsstað í Skaptafellssýslu 1845. Að henni liggja stórar ættir. Það skýrir að einhverju leyti framgang hennar í lífinu. Grunnurinn var lagður heima á Kálfafellsstað. En 17 ára var hún send til Reykjavíkur til að læra hannyrðir og ensku. Hún fór einnig til Kaupmannahafnar. Hún giftist Jakobi Hólm verslunarstjóra á Hólanesi (nú Skagaströnd) en hann dó ári síðar. Þá fór hún til frænku sinnar og fluttist  síðan til Vesturheims og þar hófst rithöfundarferill hennar þegar hún skrifaði þar í blöð.

Til baka á Íslandi

Torfhildur Hólm  flutti til baka til Íslands og hélt skrifum sínum áfram. En ekki bara það, hún gaf einnig út tímarit, bæði Dvöl og Draupni. Hún var fyrst manna til að fá laun frá Alþingi.

Tímaritið Dvöl var til  heima hjá mér, pabbi hafði bundið það inn. Þetta var fyrsta tímaritið sem ég las og mér þótti mikið til þess koma. Mér er sérstaklega minnisstæð umræða um miðilsfundi.

Af hverju hvarf hún?

Það hefur ekki farið mikið fyrir Torfhildi í gegnum árin. Ég man ekki til þess að hún hafi komist á blað yfir listamenn  sem okkur var sett fyrir að lesa eða að um hana væri rætt. Þó voru bækur hennar til á mínu heimili. Þykkar, með smáu letri og óárennilegar. Ég man að ég hugsaði „Þær passa við nafnið“. Sveitabarnið, ég, þekkti vel til torfs í margvíslegum myndum. Nú finnast mér þær vera ljúfir rómanar. Ég held núna  að ástæðan fyrir því að þær rykféllu, sé að að þær féllu ekki að tíðarandanum. Þær fjalla um trú og siðgæði  með rómantísku ívafi, en ekki um frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar sem var þeirra tíma mál málanna.

Lokaorð

Torfhildur var gáfuð kona af góðum ættum. Ef hún hefði verið karlamaður hefði hún líklega orðið biskup. Á þessu græðum við, sem lesum/hlustum á bækurnar hennar.

Torfhildur lést 1918 í spönsku veikinni.   


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 187200

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband