Hús harmleikja: Guðrún Guðlaugsdóttir

Lestur á ferðalagi

Þríbólusett og búin a566A007C-4B2A-4E8F-A785-CC6454CBB2C7ð veikjast einu sinni af kóvít, fannst okkur hjónunum kominn tími til að ráðast í utanlandsferð. Berlín varð fyrir valinu. Ég ætla ekki að skrifa um þá ferð hér, heldur hvaða bækur ég las/hlustaði  á í ferðalaginu.

Hús harmleikja

Á leiðinni í flugrútunni lauk ég við að lesa Hús harmleikja eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur. Þetta er 7. bókin í bókaseríunni um Ölmu blaðamann. Henni hefur verið sagt upp á blaðinu og ætlar að láta verða af því að skrifa bók. Hún hefur verið að kynna sér reynslu fólks af því að búa í húsum þar sem fólk hefur látist voveiflega. Hún fær af tilviljun boð um að vinna að skriftunum á Eyrarbakka í húsi sem stendur autt og er til sölu. Þangað fer hún. Hún vill vinna sína rannsóknarvinnu og tekur fólk tali. Fljótlega kynnist hún hinni líflegu Oktavíu sem vinnur sem safnvörður til bráðabirgða í Húsinu. En í rauninni er hún leikkona sem vonast eftir hlutverki í kvikmynd sem stendur til að gera á Bakkanum. Og auðvitað spyrst Alma fyrir um hús þar sem eitthvað hörmulegt hefur gerst.

Rithöfundar þurfa að sitja við

Mér finnst hún sinna skrifunum óþægilega lítið. Brátt dúkka upp tveir handritshöfundar og auðvitað fá þeir að gista hjá Ölmu í húsinu sem hún hefur til umráða að skrifa í. Ég dæsi og spyr sjálfa mig hvort hún ætli aldrei að læra, til þess að skrifa, þá  verður hún setjast við tölvuna og vera ein með sjálfri sér.  Kvikmyndaleikstjórinn mætir á svæðið og brátt gerast óhugnanlegir hlutir.

Ég ætla ekki að rekja þessa frásögn lengra. En væntanlegir lesendur geta treyst því að  allt fer þó vel að lokum frá sjónarhorni Ölmu. Hún reynist lögreglunni betri en engin við að greiða úr flækjum og leysa málið. Hún yfirgefur húsið

á Bakkanum  án þess að hafa skrifað mikið og Gunnar maður hennar tekur glaður á móti henni.

Mér fannst gaman að lesa þessa bók og ég undrast hvers vegna, því í rauninni fellur mér engan veginn við Ölmu. Mér finnst hún hnýsin og blanda sér í það sem henni kemur ekkert við. Hún minnir á Miss Marble en það vantar prjónana. Og eins og alltaf velti ég fyrir mér hvort það sé ekki eitthvað rangsnúið við að hafa gaman að lesa glæpasögur og sér í lagi  þær sem gerast í friðsælu íslensku þorpi?

Reyndar veit ég alveg hvað gerir þessa bók skemmtilega. Persónur eru á einhvern hátt kunnuglegar og frásagan er oft fyndin. Mér finnst þetta skemmtilegasta Ölmubókin til þessa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 187449

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband