Hyperíon: Friedrich Hölderlin: Arthúr Björgvin Bollason

EA266862-E10F-4B90-AFF2-8D178C301091
Það gleður mig að kynnast Hölderlin

 Hölderlin er maður sem mig hefur lengi langað til að kynnast.  Ég  hef svo oft heyrt talað um hann. Hann fylgir gjarnan með í kippunni þegar talað er um þýsk skáld og heimspekinga 18. og 19. aldar. Svo sem Schiller, Göethe og Hegel.

 Friedrich Hölderlin er fæddur í Þýskalandi 1770 og dó 1843. Hann er aðallega þekktur fyrir ljóð og sum hafa verið þýdd á íslensku. Ég hef spreytt mig á að lesa þau og líka ljóð sem þýdd hafa verið á  sænsku en ekki náð almennilega sambandi, mig vantar bakgrunninn.  

Nú færir Arthúr Björgvin Bollason okkur skáldsögu eftir þennan sama mann á silfurfati, auk  ítarlegs formála. Þökk sé honum.

Sagan heitir  Hyperíon, eða einfarinn á Grikklandi. Sagan er eins og langt ljóð.

Það gladdi mig  að lesa þennan óviðjafnanlega texta um manninn, ástina, náttúruna og Guð. Einmitt það sem við þurfum núna. En það tók mig nokkra stund og  vangaveltur að átta mig á honum.En ég sé ekki eftir því. Það er svo margt ómerkilegt sem á manni glymur að það er hugarfró að lesa texta sem skilur eitthvað eftir og kallar á vangaveltur og ósvaraðar spurningar.

Sagan

Sagan er í bréfformi. Sögumaður, Hyperíon, skrifast á við ástina   Díótínu og vini sína. Hann er staddur á Grikklandi því hann, þessi góði maður, hefur ályktað að hann geti bætt heiminn með því að taka þátt í baráttu þeirra við Tyrki. Hugleiðingar hans í lok orrustu, þegar hann horfir yfir vígvöllinn eiga vel við nú.

Ég ætla ekki að reyna að rekja söguþráðinn frekar hér en reyni að gera grein fyrir hugmyndum hans eins og ég skil þær. Mér finnast þær merkilegar út frá því hversu vel þær falla að því sem er brýnast í heiminum í dag.

Ástin, náttúran og listin

Það sem bjargar Hyperíon eftir óhugnað stríðsins, er vorið og náttúran. Hann lýsir þessu í bréfi til  elskunnar  sinnar fullur af fögnuði.

Sagan er einber skáldskapur. Þótt sagan gerist á Grikklandi hafði Hölderlin  aldrei komið til Grikklands.  Grikkland var í hans huga tákn frelsisins. Hann las sér til um það og notaði ferðabæklinga til að sviðsetja atburðina og notaði hugaraflið og skáldskapinn.

Lokaorð

Náttúruverndarfólk  gæti fundið margar góðar setningar í þessari bók til að rökstyðja og styrkja málstað sinn. Sagan gæti líka verið kennslubók fyrir alla um hvernig er hægt að njóta og gleðjast.

Eftirþanki

Ég hef gleymt að segja frá því að þótt Hölderlin yrði 73 ára gamall varð starfsævi hans ekki löng. Hann varð veikur á geði frá því  í kring um 1800 og var síðar vistaður á geðdeild á sjúkrahúsi. Það er falleg sagan af því þegar smiður í  í Tübingen bauð honum að búa hjá sér í turni húss sem hann hafði byggt. Þetta gerði hann af einberu þakklæti vegna sögunnar um Hyperíon. Þar lést hann 1843.

Eftirþanki 2

Ég sé að ég hef líka gleymt að geta þess að það er Árni Blandon sem les bókina. Hann gerir það ljómandi vel. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 187450

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband