Dvergurinn frá Normandí: Saga um refilinn frá Bayeux

image
Dvergurinn frá Normandí

Ég fæ mig seint fullsadda af efni sem tengist víkingaöldinni og þar með fornbókmenntum okkar Íslendinga. Bókin, Dvergurinn frá Normandí gerir það svo sannarlega, því hvað eftir annað er vísað til heimilda sem Íslendingar hafa ritað á skinn. Bókin er eftir danskan mann, Lars-Henrik Olsen  (fæddur 1946). Hún kom út í Danmörku árið 1988 en  á Íslandi ekki fyrr en nú, 2021, í þýðingu Steinunnar Jónu Sveinsdóttur. Hún er hugsuð sem unglingabók frá hendi höfundar en hentar ekki síður fullorðnum eins og allar góðar barna og unglingabækur.

Sögusviðið er . nunnuklaustur í Kent   á Englandi árið 1077 . Þar sitja fjórar stúlkur við sauma. Þær hafa verið valdar til að vinna að verkefni sem nú gengur undir nafninu Refillinn frá Bayeux, því þar var hann varðveittur. Þetta er rúmlega 70 metra langt og hálfs metra breitt  veggteppi, sem lýsir því sem gerðist í orrustunni við Hasting, þegar Vilhjálmur sigursæli vann sigur á Haraldi  Guðinasyni. Þetta var ójafn leikur, lið Vilhjálms var að hluta riddaralið og hafði betur eftir langa og harða orrustu. Bókin fjallar bara óbeint um þennan hildarleik, hún fjallar fyrst og fremst um verkefni hópsins í  klaustrinu, sem vinnur að því skrá atburðinn . Ekki beinlínis á spjöld sögunnar eins og komist er að orði. Stúlkurnar sauma hann út. En verkið er ekki bara þeirra, þetta er teymisvinna. Dvergurinn Þóraldur stýrir verkinu. Hann er fjölhæfur listamaður og biskupinn Ódó, hálfbróðir Vilhjálms  hefur falið honum verkefnið. Í teyminu starfar einnig fanginn Líkúlfur, hermaður úr liði Haraldar. Einnig kemur munkur við sögu, hann er fulltrúi ritlistarinnar. Í sögunni er brugðið upp mynd af lífinu á 12.öld. Hún er kannski ekki svo ólík þeirri mynd sem við Íslendingar þekkjum úr Sturlungu, höfðingjar takast  á um völd, alþýðan er höfð að leiksoppi.

Það var gaman að lesa/hlusta á þessa bók. Í raun má líkja reflinum við myndasögur nútímans. Á þessum tímum var lestur enn ekki orðinn útbreiddur. Þess vegna þjónuðu myndverk vel til að koma skoðunum á frafæri, hvort sem var í trúarlegum efnum eða pólitískum.

Sá sem les bókina fyrir Hljóðbókasafn Íslands, heitir Orri Huginn Ágústsson. Ég hef ekki heyrt í honum áður. Hann les prýðisvel.

Bókin er falleg, skreytt fjölda mynda úr þessu fræga verki Bayeux- reflinum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 187200

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband