Uppruni: Sasa Stanisic

EDED1E8D-CADF-432F-9B86-EF690627FF90
Uppruni eftir
Sasa Stanisic Það er nokkuð um liðið síðan ég las/hlustaði á bókina Uppruni eftir þýsk- króatíska rithöfundinn Sasa Stanisic. Eða á ég að segja þýsk-Júgóslavneska rithöfundinn Sasa Stanisic? Í bókinni fjallar hann um vandann við að skilgreina sig fyrir þá sem hafa þurft að flýja heimaland sitt. Hann er fæddur 1978  í Visegrad í Bosníu- Herzegóníu en flýr með foreldrum sínum 1992 til Þýskalands. Ein af minningum hans frá gamla landinu er um aðdáun hans á Rauðu stjörnunni. Hann horfir á leiki hennar í  sjónvarpinu með föður sínum og fer meira að segja einu sinni með honum til Belgrad til að horfa á leik.    Rauðu stjörnunnar. Þegar Júgóslavía liðaðist í sundur hrapaði Rauða stjarnan af stjörnuhimni fótboltans. Eftir það urðu öll lið á Balkanskaganum B-lið, segir hann. Foreldrar hans þurftu að flýja, þau voru í svo kölluðu blönduðu hjónabandi. Það er erfitt fyrir unglinga að hefja nám í nýju landi því þá eru teknar ákvarðanir fyrir lífið.  Honum tekst, þrátt fyrir tungumálaerfiðleika að komast inn í menntaskóla og síðar háskóla.

Í þessari bók segir hann frá því hvernig er að vera flóttamaður. Gamla landið hans býr innra með honum, þótt á yfirborðinu sé hann eins og hver annar Þjóðverji.

Ég ætla ekki að rekja söguþráðinn nánar hér, enda vafasamt að tala um þráð í þessu sambandi. Skrif mín eru eilífir útúrdúrar, segir hann. Eftir að friður komst á í fyrrum Júgóslavíu var foreldrum hans vísað úr landi.

  Þýskalandi. En þau treystu sér ekki til að fara „heim“ og fóru til Bandaríkjanna. Föðuramma hans hafði orðið eftir í Visegrad og nú kemur það í hans hlut að líta til með henni. Hann segir frá því, að á sama tíma og amma hans var að tapa sínum minningum, tók hann til við að reyna að safna sínum minningum.

Þetta er bók sem hreyfir við tilfinningum

Mér fannst þetta skemmtileg bók. Hún er hlý  og  full af visku. Þegar Sasa lýsti ferð sem hann fór  með ömmu sinni og fylgdarmanni  til að heimsækja  þorpið, sem afi hans var frá, sá hann ættarnafn sitt Stanisic á öðrum hverjum legsteini í kirkjugarðinum. Um leið hugsaði hann til þess með trega, að líklega myndi byggðin þarna í fjöllunum leggjast af. Að fólkið sem bjó þar þá og var að sýna honum æskustöðvar  afans, yrðu síðustu ábúendurnir. Ekki vegna stríðs, heldur vegna breyttra lifnaðarhátta. Vegna nútímans. Mér leið dálítið eins og þegar ég heimsæki dalinn minn, Breiðdal.

Hvenær er sögu lokið?

Í lok sögunnar leikur höfundur sér að því að gefa lesendum kost á því að velja hvernig þeir vilji að bókin endi. Þetta virkaði ekki fyrir mig, sem þarf að hlusta á bækur í stað þess að lesa þær. Ég veit ekki hvernig þetta kemur út fyrir aðra. Þetta fékk mig að hugsa um eðli endis í bókum. Er þetta ekki bara spurning um hvar maður velur að setja síðasta punktinn? Bækur enda en lífið heldur áfram.

Að lokum

Bókin er þýdd af Elísu Björgu Þorsteinsdóttur sem er ávísun á góða og vel þýdda bók . Það er Stefán Jónsson sem les en hann er einn af mínum uppáhaldslesurum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 186934

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband