Brautryđjandinn Torfhildur Hólm

9834E4E7-B718-456E-A751-5FA7ABD5D00B

Stundum er erfitt ađ segja skiliđ viđ bók. Persónur sćkja ađ ţér, ţráđur sögunnar slitnar ekki og spinnst áfram ţótt höfundurinn hafi lokiđ sögunni. Sett punkt. Stundum stíga  persónurnar fram  eins og ţćr vilji ţér eitthvađ, jafnvel til ađ leiđrétta  höfundinn. Eins og meinlausir draugar.

Í ţetta skipti er ţađ höfundurinn sjálfur sem rígheldur í mig. Vill ekki fara.

Ég hef veriđ ađ lesa Torfhildi Ţorsteinsdóttur Hólm og hef nú lokiđ viđ allt ţađ efni sem ég rćđ viđ,  get nýtt mér . Ţađ er ađ segja innlesiđ efni. Auk ţess hefur mađurinn minn lesiđ fyrir mig formála Vilhjálms Ţ. Gíslasonar viđ bók Torfhildar um Brynjólf Sveinsson biskup.

Spurningin sem sćkir á mig er,  hvernig gat Torfhildur fariđ fram hjá mér, bókelskri konunni? Af hverju barst hún ekki í tal á mínu bókelska heimili, eđa tók ég bara svona illa eftir? En eitt er víst ađ í námi mínu í menntaskóla heyrđi ég aldrei á hana minnst og ţađ fannst ekki stafur um hana í yfirlitsbókum um bókmenntir.

 

Torfhildur er, ćtti ađ vera,  eitt af stóru nöfnunum í íslenskri bókmenntasögu.

Hún er fćdd 1845 á Kálfafellsstađ í Austur Skaftafellssýslu og dó 1918 í spćnsku veikinni. Hún var líklega fyrst Íslendinga til ađ vinna  fyrir sér međ ritstörfum.

Nú hef ég hlustađ á:

Jón biskup Arason,Brynjólf Sveinsson biskup,

Týndu hringarnir,

Seint fyrnast fornar ástir.

Bćkurnar  um biskupana eru sögulegar skáldsögur, hinar tvćr eru smásögur. Týndu hringarnir komu út í bókinni Draumur um veruleika frá 1977, sem er safn af smásögum eftir konur, ritstýrt af Helgu Kress. Helga hefur einnig skrifađ formála og inngang bókarinnar. Allt mjög gefandi. Ţessa bók var ég ađ lesa fyrst núna.    Ég  var hissa á ađ bókin hefđi fariđ fram hjá mér.  En sé ađ athuguđu máli,  ađ ţá bjó ég erlendis . Seint er betra en aldrei. Bćkurnar Seint fyrnist forn ást og Brynjólfur Sveinsson biskup  voru lesnar í útvarp í kringum 1980. Gerđur Steinţórsdóttur  gerđi formála ađ báđum sögunum.

Vilhjálmur segir í formála sínum  ađ bók Torhildar um Brynjólf Sveinsson  sé hennar langbesta bók. Ég er ekki viss um ađ svo sé, bćkurnar um biskupana eru  ólíkar, Bókin um Jón Arason ber ţess vott ađ bókin kom út sem framhaldssaga í tímariti og er í raun margir sjálfstćđir ţćttir. Bókin um Brynjólf er heildstćđari en ekki ţar međ sagt ađ hún sé betri. Allar eru bćkur hennar ađ sjálfsögđu börn síns tíma. Hvađ sem má um ţađ segja er ţađ víst ađ Torfhildur er brautryđjandi í íslenskum bókmenntum og ţađ hafa margir fariđ í sporin hennar.

Hér lýkur tilraun minni viđ ađ kveđja Torfhildi í bili en vona innst inni ađ ég eigi eftir ađ öđlast ađgang ađ fleiri verkum eftir ţessa vćnu konu.

Myndin er af blásól


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 187316

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband