Hin hljóðu tár: Hetjusaga

4D09E538-87E8-4D47-8D9C-54BCD992BB7C

Ég rakst á þessa bók af tilviljun. Var fyrst hikandi hvort ég ætti að lesa hana, bók um konu sem ég þekkti ekki eftir höfund sem ég kannaðist ekki við. En ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Einhvern vegin hefur hún farið fram hjá mér þegar hún kom út 1995. Hvar var ég eiginlega þá?

Sagan segir sögu konu sem hefur reynt margt. Það er Sigurbjörg Árnadóttir sem skráir og hún kann sitt verk. Ég dáist að því hversu vönduð bókin er og fæ á tilfinninguna að Sigurbjörg sé góður hlustandi.

Ásta Sigurbrandsdóttir man fyrst eftir sér í Flatey, þar er hún fædd 1918 og þar býr hún hjá foreldrum sínum og systkinum fyrstu æskuár sín. Flatey er á þessum tíma lítið þorp. Allt var í föstum skorðum. Hagir fjölskyldunnar áttu eftir að breytast þegar faðirinn yfirgaf fjölskylduna, eldri börnin fóru þá að vinna sem matvinnungar en móðirin fór í kaupavinnu upp á land og hafði Ástu með sér. Seinna flutti móðirin til Reykjavíkur til að vinna í fiski og bjó með telpuna í verbúð. Ásta átti því eftir að alast upp í Reykjavik og móðirin styður hana til mennta í Kvennaskólanum. Að námi loknu ræður hún sig á Landakotsspítala og tekur ákvörðun um að læra hjúkrun í Danmörku. Lýsingin á lífinu Reykjavík þessa tíma er sérlega góð og um margt einstök.

Til Kaupmannahafnar siglir hún 1938. Myndin sem hún dregur upp af sjálfri sér er af glaðværri ákveðinni stúlku, sem gengur að  því sem gefnu, að lífið sé fyrirhafnarsamt.  Stúlka sem vill ekki vera sett til hliðar þarf að vanda sig og standa á sínu.

Landið er hernumið 1940. Það kom mér á óvart hversu þessi duglega og klóka stúlka er illa að sér um pólitík. En þannig lýsir hún sjálfri sér. Eitt er þó á hreinu. Á meðan afstaðan til hernámsins klauf dönsku þjóðina, er alveg ljóst hvoru megin Ásta stóð. Hún var á móti nasisma.   

Ástin vitjar hennar í Danmörku,  hún kynnist ungum þýskum hermanni. Þegar hann er sendur á vígstöðvarmar og hún hefur lokið hjúkrunarnáminu og kemst ekki heim til Íslands, dettur henni í hug að vinna við hjúkrun í Þýskalandi. Hana langaði til að komast nær væntanlegum tengdaforeldrum og vinnan er líka vel borguð. Þetta endaði með ósköpum. Það var hart sótt að þýskum borgum og Ásta kaus að slást í för með fjölda flóttafólks. Lýsingin á þessum örvæntingarfulla flótta er hápunktur þessarar bókar.

Ásta á enn eftir að verða fyrir mörgum áföllum. Ástvinur hennar er dáinn og hún fær berkla. Hún sigrast á berklunum og kynnist manni á berklahælinu og flytur með honum til Finnlands. Hún missir þennan mann líka. Hún kynnist nýjum manni, giftist og flytur með honum út í finnska sveit.Það er stundum erfitt að greina á milli hvað er sigur og hvað er ósigur. Með þessum manni, sem reyndist ekki sá maður sem hún hélt, eignast hún tvo drengi. Samkomulagið við nýju fölskylduna var ekki eins og best verður á kosið og hana langar  oft heim. En hún ákveður að þrauka, vill að börnin njóti þess að eiga föður.

Það sem mér fannst mest gefandi við þessa góðu bók er sjónarhorn þessarar lífsreyndu konu. Það er einkum tvennt sem mér finnst einkenna hana. Hún er stolt og krefst virðingar og hún Ákveður að horfa fram á veginn.

         


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 187199

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband