Katrín frá Bóra, kona Lúthers

69283149-8306-4B3C-8009-5510C1928223

Eftir að hafa sökkt mér í hugmyndaheim Lúthers, var kærkomin hvíld að dveljast stundarkorn með konu hans, sem var þægilega jarðbundin ef marka má heimildakonu  mína Clara Schreiber. Ég var svo heppin að finna lítið bókarkorn um hana á Hljóðbókasafninu  og það ekki af verri endanum.   

Frásögnin var reyndar full tilfinningaþrungin fyrir minn smekk, en ég hélt að höfundurinn vær 19. aldar kona og fannst það eðlilegt. Skáld 19. aldar leyfa tilfinningum að flæða.   

Góður misskilningur

Ég hafi flett nafninu upp á Google og fundið þar Clara Schreiber sem er fædd 1848 í Vínarborg og trúði að hún væri höfundurinn. Ég hef   mætur á höfundum 19. aldar og les þá mér til mikillar ánægju. Nöfn eins og Elisabeth Gaskell, Charles Dickens og svo ég tali nú ekki um Edith Wharton kveikja hjá mér bæði hlýju og söknuð.

Spenna og ráðdeild

Hljóðbókin hefst á inngangi um eiginmann söguhetjunnar. Sagan hefst á frásögn um 9 ungar stúlkur sem eru að flýja úr klaustri.  Þær hafa falið sig í vöruvagni sem flutti bjór og síld til klaustursins. Vagninum stýrir Köppe vinur Lúthers. Þetta er uppreisn. Ferðinni er heitið í Ágústínusarklaustur, þar sem Lúther var einu sinni munkur en býr nú sem óbreyttur. Flóttinn tekst. Er hægt að hugsa sér meira spennandi upphaf á bók?

Stúlkurnar 9 voru frjálsar. Eða hvað? Það fyrsta sem Lúther, auðvitað stóð hann á bak við uppátækið, segir þeim,er að þær verði að giftast og hann hafði reyndar útvegað nokkrum þeirra eiginmenn. Söguhetjan okkar Katrín giftist reyndar ekki strax, henni er fundin vist á góðu heimili. Síðar giftist hún Lúther, hún vill bara þann besta. Hún var þá 26 ára og Lúther 41 árs. Hann hafði ekki viljað gifta sig því hann var bannfærður af páfanum.

Hin ráðdeildarsama Katrín 

Lúther er andríkur hugsjónamaður, fræðimaður, skáld og auk þess leikur  hann á lútu. En honum lætur ekki vel að hugsa um veraldlega hluti eða hvernig eigi að standa straum af því að reka stórt heimili,(einhvern veginn finnst mér ég kannast við slíka menn). Katrín er fyrirhyggjusöm og dugnaðarforkur. Hún tekur til í klaustrinu, ræktar landið, bruggar, bakar og elur upp grísi. Að lokum var niðurnítt klaustrið orðið eins og herragarður. Auk þessa alls elskaði hún manninn sinn og dáði og ól honum sex börn.

Heilsu Lúthers fór hrakandi og loks deyr hann (1546)  frá konu, börnum og mikilvægu starfi. Sagan segir að hann hafi sem betur fer haft þá fyrirhyggju að ganga þannig frá erfðamálum sínum að efnahag ekkjunnar var vel borgið.En Lúther sá ekki fyrir styrjaldir og farsóttir sem áttu eftir að herja. Katrín dó árið 1552. 

Einhversstaðar í lestrinum fór ég að efast um að þessi bók gæti verið skrifuð á 19. öld og enn leitaði ég á netinu. Þá fann ég bók eftir Clara S. Schreiber auglýsta á Amazon. Sú bók kom út í Ameríku 1954. Um þann höfund fann ég lítið en bók hennar, Katherine wife of Luther. Og kemur út 1954.

Upplýsingar um bækur eru mikilvægar

Sem notandi Hljóðbókasafnsins, hef ég oftar en einu sinni og oftar en tvisvar pirrast yfir skorti á upplýsingum um innlesnar bækur. Það er mikilvægt að vita hvað maður er með í höndunum eða eyrunum. Ég ætlaði að fá bókina lánaða á Borgarbókasafni, en var sagt að þar væri hún ekki til. Þegar ég spurðist fyrir um hana á Þjóðarbókhlöðunni,  fékk ég sama svar.

Kannski er bókin sem ég var að lesa ekki til

Hljóðbókin sem ég las og hreyfst af, er gerð eftir upplestri sögunnar í útvarp árið 1984. Það er Helgi Elíasson sem les, þýðingu Benedikts Arnkelssonar. Kannski hefur bókin aldrei verið gefin út. Mér finnst það synd, því ég held að fleiri en ég gætu haft gaman að lesa bókina.Þetta er saga um konu eftir konu. Hún er skáldskapur, byggð á sagnfræði. Ég er ekki í stakk búin að meta hversu sönn hún er, en mér nægir að hún var spennandi aða minnsta kosti framan af. Mér finnst ég vita meira um konuna í lífi Lúthers. Og mér finnst ég vita meira um stöðu kvenna á 16. öld.

Myndin er af Katrínu er máluð af  Lucas Cranach eldri, en Katrín var í vist á heimili hans áður en hún giftist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 187172

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband