Jón Þ. Þór skrifar bók um Katrínu miklu.

C7CDD207-D38F-4F06-94A7-5332AD0B1B4D

Katrín mikla fædd 1729, dáin 1796.

Það er alltaf jafn gaman að rekast á bók, sem grípur mann svo sterkum tökum að hún ráðskast með mann. Ég á við að hún yfirskyggir það sem er að gerast í kringum mann, lætur mann sjá allt í einhverskonar endurskini frá heimi bókannar. Ég veit að ég verð eiginlega óþolandi, Þótt ég reyni að gæta mín. Það sem einkennir slíkar bækur er að það þarf að hafa talsvert fyrir þeim, jafnvel endurlesa kafla og kafla.

Ég hef verið að lesa bók Jóns Þ. Þórs sagnfræðings umKatrínu II. keisarynju, sem oftgengur undir nafninu Katrín mikla. Katrín tók völd í Rússlandi eftir að hún hafði steypt manni sínum Pétri III. af stóli. Það var hún sem gerði Rússland að raunverulegu stórveldi.

Sagan er ekki bara um Katrínu og það sem var að gerast í Rússlandi þess tíma, hún er um leið saga pólitískra hræringa í Evrópu og átaka við  Tyrki.

Manneskjan Katrín II

Katrín hét áður Sophie Friederike Auguste von Anhalt-Zebst, var af þýskum aðalsættum en fékk nafnið  Katrín, þegar hún var endurskírð 1745 er hún trúlofaðist drengnum, Karl Peter Ulrik von Holstein-Gottorp, keisaraefni. Hún var þá 16 ára og hann 15 ára. Sophia var bráðgáfuð og vel menntuð en mannsefnið enn að leika sér með tindáta. Það virðist sem sagt ekki hafa verið jafnræði með þeim og hjónabandið var misheppnað  frá byrjun, Katrín ól honum þó son, Paul (sem þó var líklega ekki hans). Þar með var fyrirhuguðu  hlutverki hennar lokið. En Katrín var klók.

Það er vonlaust að endursegja þessa bók en mig langar að fara fáum orðum  um það sem mér fannst merkilegast.

Drottning upplýsinga- stefnunnar 

Kaflinn um samskipi Katrínar við páfar upplýsingastefnunnar er frábær. Þar er lýst hvernig Katrín mótar sér stefnu sem hún fylgir staðfastlega allt þar til franska byltingin (1789) reið yfir. Þá skildi hún að hugmyndir um jöfnuð, mannúð og frelsi geta snúist í andhverfu sína.

Lagabætirinn Katrín

Katrín hafði mikinn áhuga á að bæta lagakerfið þar sem hvað rak sig á annars horn. Það var gamalt og þar gætti mikils ósamræmis. Hún hóf þessa vinnu með að skrifa uppkast að lögbók, Nakaz. Í framhaldi af þeirri vinnu boðaði hún til þjóðfundar til að ræða um drögin. Þetta var stórvirki en skilaði ekki árangi sem skyldi, því annað kom á milli, stríð við Tyrki. Þessi vinna var þó óhemju fagmannleg og endalokin minntu mig á eitthvað kunnuglegt.

Ástir og völd

Á þessum tíma voru ástir og völd nátengd. Yfirleitt var ráðskast með konur en Katrín sneri þessu við. Margir elskhugar hennar fengu hlutverk sem ráðgjafar og stjórnendur en aldrei stærra hlutverk en Katrín vildi. Ég sé Potemkin í nýju ljósi eftir lestur þessarar bókar. Hann var bæði skynsamur og frækinn.

Lokaorð

Þegar maður les  sögulegar ævisögur veltir maður því ósjálfrátt fyrir sér hvað hafi áunnist og hvað standi í stað eða sé jafnvel verra nú en þá. Framfarirnar fyrst. Staða kvenna hefur tvímælalaust batnað. Sama og jafnvel í enn ríkara mæli er hlutur læknavísinda. Mér sýnist að  áhrif sem frá þeim stafar hafi aukið velsæld meira en allt annað. Makk þjóðhöfðingja er  er um margt líkt og forðum. Þá er komið að því hvort eitthvað hafi beinlínis versnað. Fyrst hélt ég að þessi reitur væri auður En þá mundi ég eftir Trump.  Í framhaldi af því fór ég að hugsa að einvöldum hefði ef til vill ekki fækkað eins og oft er látið. En eitt er víst að menntun þeirra hefur versnað umtalsvert.

Jón Þ. Þór á þakkir skyldar fyrir þessa bók. Hún er skemmtileg og góð viðbót við þekkingu sem hjálpar manni til að skilja heiminn.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband