Nada: Meira um spænskar bækur

 F6DC77C8-3625-426D-BB09-D4D60537D32E

Lesendum mínum fer fækkandi. Þeir sem lesa bloggið mitt vita að ég er með æði fyrir spænskum bókum. Kannski er það ástæðan.

Í framhaldi af af hinni dásamlegu Ana María Matute, rakst ég á Carmen Laforet (f.1921 d.2004) aðra spænska skáldkonu frá sama tíma. Bókin sem ég las heitir Hljómkviðan eilífa og er þýdd af Sigurði Sigmundssyni. Á spænsku heitir hún Nada, sem þýðir ekkert.

Mitt bókasafn er hbs.is,(Hljóðbókasafn Íslands),ég hlusta, les ekki. Í þetta sinn, skipti það máli, því að um gamla upptöku er að ræða og hún er ekki eins vönd og þær sem gerðar eru núna. Þetta er sem sagt útvarpsupptaka frá því bókin var lesin í útvarp 1986 og það er þýðandinn sem les. 

Sagan fjallar um ungu stúlkuna, Andreu, sem kemur til Barcelona til að mennta sig. Stríðið (borgarastyrjöldin 1936 - 1939) er nýlega búið. Andrehlakkar til að koma til borgarinnar sem hún þekkti sem barn. Hún er 17 ára og full af þrá eftir lífinu og að mennta sig.  

En borgin er ekki sú sem hún var og ættingjar hennar eru ekki það heldur. Eða er það hún sem hefur breyst? Við henni blasir við fátækt, borg í niðurníðslu og soltið fólk. Fólkið hennar, amma, föðurbræður og föðursystir eru óútreiknanleg. Þarna er líka konan annars bróðurins, Gloría   og lítill drengur. Bræðurnir tæta hvor annan í sig, systirin vill ráðskast, Gloría, er ofsótt af mágkonu sinni og lamin af eiginmanni. Öll orka fólksins fer í að rífa hvert annað niður, þau hirða ekki um eigið hreinlæti, hvað þá heimilisins. Aðeins amman er góð en hún er bara orðin svo gömul að hún getur ekki stýrt neinu.  

Þetta er mín lauslega samantekt en sagan er sögð út frá sjónarhorni Andreu, 17 ára heimsspekistúdents. Þetta eru ósamhangandi frásagnir af atvikum, nánast eins og stakar tifinningaþrungnar dagbókarfærslur. Í forgrunni eru vonir, vonbrigði og kvíði. Andrea er ein og veit ekki hvernig hún á haga sér til að vera tekin inn í hópinn. Mest af öllu langar hana þó til að eignast vinkonu. Það tekst.

Mér fannst erfitt að henda reiður á frásögninni, fannst hún tætingsleg. Oft velti  ég því fyrir mér hvort rétt væri þýtt eða  hvort ég hefði hlaupið yfir, misst af einhverju. 

Eftir lesturinn las ég mér til um höfundinn. Þar kom fram, að með útkomu þessarar bókar hefði verið brotið blað í skáldsagnagerð á Spáni, sagan var tímamótaverk en bókin kom út 1944, þá var Carmen Laforet 23 ára.

Gamlar bækur eiga sér sögu , sem oft á tíðum er líka merkileg. Hér vekur athygli hvað höfundurinn er ungur og að bókin kom út í upphafi Francótímans.  

En það er þýðandinn sem stelur senunni. Sigurður Sigurmundsson var sjálfmenntaður í spænsku. Hann hófst fyrst handa að þýða spænsk enska orðabók á íslensku svo tók hann til við námið. Hann var bóndi  og þekktur fyrir skrif um margvísleg málefni. Sérstaklega er hann þekktur fyrir skrif sín um Njálu. Það er merkilegt að hann falli fyrir bók eftir þessa ungu spænsku konu, en hann er 71 árs þegar hún kemur út ( ég miða við árið sem hann  las hana í útvarpið).

Ég hef tvisvar dvalið sem ferðamaður í Barcelóna og nú langar mig að fara þangað í þriðja sinn á söguslóðir þessar sögu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Vel valið að fara í spænskar bókmenntir. - Spánn býr yfir ríkri skáldsagnarhefð og raunsönnum sögum og útgáfa bóka á Spáni er öflug á ársgrundvelli. - Þeir eru miklir menningarvitar - Það er svo sem ekki allra að stunda slíka menningarástundun eins og þú ert að gera, og vildi ég sjálfur hafa þinn tíma til að lesa þessar fagurbókmenntir. Þetta sem þú segir um hann Sigurð þýðanda er rétt. Hann fékk nú ekki góða krítik fyrir orðabókina sína sem var eiginlega ensk-íslensk-spænsk því hann skorti í raun spænskukunnáttu sem skyldi, en áhuginn var til staðar. Gæti verið að þar lægi ástæðan fyrir því sem þú segir "tætingslega" frásögn / (þýðingu ?). Veit ekki.  -  Hafði gaman að þessum gagnlegu pistlum þínum. Er búinn að lesa þá.

Már Elíson, 3.6.2018 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 187198

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband