Skólaus á öðrum fæti: Ana María Matute

image

Bóklestur minn stýrist af hughrifum. Ekki dintum. Stundum langar langar mig einungis til að  lesa bækur úr hinum spöskuumælandi heimi. Þeim fylgja einhverjir töfrar sem ég kann ekki skil á. Fyrir nokkru setti ég inn leitarorðið spænskar bókmenntir á hbs.is. Ég fékk langan girnilegan lista. Fyrir valinu varð Skólaus á öðrum fæti eftir Ana María Matute. Umsögn hbs.is segir:”Áhrifamikil en um leið falleg saga um litla stúlku, Gabríelu, sem höfð er útundan og hvernig hún í einmannaleika sínum býr til sinn ævintýraheim. Frábærlega skrifuð og margræð saga sem á erindi til fólks á öllum aldri. Ana María Matute er á meðal þekktustu og áhugaverðustu núlifandi rithöfunda Spánar.”

Þetta er dásamleg bók, sem flytur lesanda á vit ævintýra eins og þau gerast best en jafnframt segir hún sögu litlu stúlkunnar sem var alls staðar fyrir og enginn vildi leika við.

Gabríela sögupersóna þessarar sögu er yngst í systkinahópnum, faðir hennar er fjarverandi vegna vinnu sinnar em móðirin á greinilega ekkert afgangs fyrir barnið. Hún finnur huggun í að fylgjast með þjónustufólkinu, sem á í mörg horn að líta. Og svo býr hún sér til ævintýraheim og heimur ævintýranna og veruleikans renna saman. Það er sagt að það sé erfitt að flokka bækur Matute, setja þær í ákveðið bókmenntahólf. Talað hefur verið um ljóðrænt raunsæi. Hljómar vel. Í þessari sögu bregður fyrir mörgum kunnuglegum ævintýraminnum. Það gerir ánægjuna við lesturinn enn meirI. 

Það sem gerir útgáfu þessarar bókar enn meira spennandi er að hún er tvímála, þ.e.a.s. önnur hver blaðsíða er á spænsku. Þetta get ég því miður ekki nýtt mér vegna þverrandi sjónar, eins mikið og mig langar til að læra spænsku. Ég verð að láta mér nægja að hlusta á hljóðbókina. En það get ég þó þökk sé tækninni. Bókin er listavel lesin af Jóni B. Guðlaugssyni. 

 Ana María Matute (f. 1925 d. 2014) er margverðlaunaður höfundur. Hún byrjaði að skrifa kornung og gerði útgáfusamning við forlag áður en hún varð myndug. Faðir hennar undirritaði fyrir hennar hönd. Næsta samning um útgáfu bókar undirritaði eiginmaður hennar, því þá var einræðisstjórn Francos búin að svipta konur lögræði. Þetta voru umbrotatímar. 

Skólaus á öðrum fæti,  (kom út 2013) er gefin út í minningu Kristínar Baldursdóttur, sem ætlaði að gera þýðingu bókarinnar að útskriftarverkefni sínu í þýðingar fræðum. Hún er styrkt af foreldrum hennar og mig langar til að þakka þeim. Þýðinguna annast Kristinn R. Ólafsson en eftirmáli og fræðileg umfjöllun um Matute er eftir Erlu Erlendsdóttur.

Þetta var bókin sem ég var að leita að. Ég veit ekki hvað það er við spænskar bókmenntir sem heillar mig. Þær eru einhverskonar djúpnæring fyrir sálina, snerta við tilfinningum sem ég þekki ekki einu sinni sjálf. Eins og jóga sem þjálfar alla litlu vöðvana sem þú veist ekki um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband