Framlengjum Borgarlínu í Íslandslínu

EAE98597-E474-4C32-8F91-81A0C2D9A7AA

Almenningssamgöngur eru mannréttindi.Við þurfum ekki bara borgarlínu við þurfum líka Íslandslínu. Með Íslandslínu á ég við samgöngur hringinn í kringum landið. Áætlunarferðir sem hægt er að treysta. Ég man þá tíð að almenningssamgöngur voru sjálfsagt mál, það er langt síðan. Þetta var fyrir mörgum árum, áður en einkabíllinn tók völdin af fólkinu. Nú er ekki hægt að hreyfa sig út fyrir þéttbýli án þess að kvabba í fólki. 

Ef ég ætla að heimsækja æskustöðvarnar austur í Breiðdal er um tvennt að velja. Fara með strætó á Höfn eða fljúga í Egilsstaði. Í báðum tilvikum vantar tengingu við áfangastaðinn, Breiðdal. 

Þegar ég yfirgaf æskustöðvarnar á sínum tíma, voru ýmsir kostir í boði, hægt var að velja á milli þess að fara landleiðina með áætlanabíl eða (norður fyrir) sjóleiðina, sem var algengast eða taka flug frá Höfn eða Egilsstöðum.

 

Þetta var í gamla daga og ég er ekki að velta fyrir mér að fara baka til fortíðar, heldur hvað ætti að koma nýtt, sem uppfyllir kröfur tímans.  Við þurfum umhverfisvæna þjóðbraut í kringum landið, vel undirbúna, þar sem hugað er að þörfum bæði innfæddra og ferðamanna. Fyrst þyrfti að vinna að tengingum, skynsamlegum lausnum út frá þörfum fólksins. Almenningssamgöngur eru mannréttindi eins og fyrr sagði. Hugsum fram í tímann. 

Í gær horfði ég á frétt um tengingu strætó við Grímseyjarferjuna. Hann stoppaði svo langt frá ferjunni að farþegar misstu iðulega af henni og stóðu eftir sem strandaglópar. Það var ekki hægt að breyta þessu, það rúmast ekki innan fjáhagsrammans. Þarna held ég að vanti hugsun og S eygja leika en ekki krónur og aura.

Við þurfum stórhuga fólk á landsvísu sem hugsar fram í tímann og kann að sjá fyrir sér breytingar sem taka mið af framtíð, ekki bar rýna í kosningaspár.

Við þurfum líka kjósendur sem sem ætla sér að móta stefnu sem býr í haginn fyrir hag barna og barnabarna. Við kjósendur erum samábyrg í öllu sem gert er. 

Eg vil sem sagt sjá samgönguráðherra sem lýsir því yfir að hann sé að undirbúa Íslandslínu  ekki ráðherra sem finnst það í lagi að miða umbætur á hringveginum við Suðurland austur að  Kirkjubæjarklaustri (hér er vísað í sjónvarpsviðtal við ráðherra frá því í vetur  eftir slys sem höfðu orðið í hálku).

Og helst af öllu ætti að hafa það sem vinnureglu við uppbygginguna að leggja reiðhjólastíg meðfram öllum hringveginum jafnóðum og unnið er að umbótunum.

Hugsum til framtíðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það kostar um 6000 kr á dag a leigja smábíl með ótakmörkuðum akstri á íslandi (júní 2018) við það bætist svo bensín sem er um 1000 kr á hverja 100km. þannig kostar um 20.000 krónur að leigja smábíl til helgarferðar Akureyri-Reykjavík. Ef þrír deila bílnum er kostnaðurinn tæpar  7000 kr á farþega.

Strætó Akureyri-Reykjavík báðar leiðir kostar 20.500 krónur. og þegar við bætist kostnaður við ferðir innanbæjar í Reykjavík sem er fljótur að fara í nokkur þúsund  er augljóslega alltaf ódýrar og þægilegar að vera á bíl. 

Ég hef ferðast til Svíþjóðar á hverju ári í 15 ár með fjölskyldu (4). Það er alltaf miklu ódýrara að vera á bílaleigubíl en að nota almenningssamgöngur og þá er ég ekki að tala um aðeins heldur mörgum sinnum ódýrar.

Guðmundur Jónsson, 6.6.2018 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband