Bréf úr myllunni minni: Alfonse Dautet

image

Hef verið að lesa bók efti Alphonse  Daudet (f. 1840 d. 1897). Hafði aldrei heyrt hann nefndan, rakst á hann af tilviljun. Tilviljanir eru merkilegar og ég hef tekið þá afstöðu, að grípa þær og láta þær stýra lífinu. Var að leita að bók eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur en þá kom upp Bréf úr myllunni minni sem hún les.

Þetta er 19. aldar saga, full af rómantík. Bókin hefst á frásögn af því þegar rithöfundurinn kaupir gamla myllu í Provence, þar sem hann hyggst skrifa, fjarri skarkala heimsins. Takið eftir að jafnvel þá er kvartað yfir skarkala. Svo koma frásagnirnar hver af annarri. Sögur af fólki, dýrum, ljóð, ævintýri, þjóðsögur. Samhengislaust. Ég var stöðugt að búast við samhengi, að þær mynduðu heild.  En af hverju ættu sögur alltaf að tengjast og mynda heild? Lífið gerir það ekki. Samhengi hlutanna, heildarmynd er oftar en ekki tilbúningur hugans.

Þessar frásagnir eru eins og nosturlega unnin málverk, gæti verið eftir Eggert Pétursson. Að viðbættum fuglasöng, gróðurilm, hughrifum. Öllu því sem hugurinn skynjar í þessari dásamlegu náttúru Suður Frakklands. Meira að segja fólkið og fortíðin verða eins og partur af náttúrunni. 

Þetta er unaðsleg lesning. Helgi Jónsson hefur þýtt bókina sem kom út á íslensku 1965. Ég kann því miður ekki deili á þýðanda, en bókin er á fallegu og blæbrigðaríku máli. 

Ég tek til baka það sem ég sagði í upphafi, um að ég þekkti ekkert til Daudet. Þegar ég fór  að lesa mér til um hann rifjaðist upp fyrir mér að ég las sögu eftir hann á frönsku hjá kennara mínum Friðriki Þorvaldssyni í MÁ. Sagan heitir Síðasta kennlustundin. Mikið hefur mér farið aftur í því fagra máli. 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 187198

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband