Töfraveröld Heinesen: Vonin blíð og Glataðir snillingar

 

C43D119C-0F4D-44BD-AFCB-1FD14D84E6ABHeinesen er höfundur sem maður getur lesið aftur og aftur. Alltaf eitthvert nýtt sjónarhor.
Í þetta skipti var það lestrarfélagið mitt sem bar ábyrgð á valinu(ég kýs að orða það svo, bókaklúbbur er leiðinlegt orð). Fyrst lásum við Vonin blíð, síðan Glataðir snillingar. Ég hafði lesið þær báðar áður.

Vonin blíð

Vonin blíð er 17. aldar saga, sem segir frá prestinum og húmanistanum Peder Börresen og átökum hans við spillt og grimm yfirvöld.Fulltrúi þeirra er Gabel lénsherra. Báðir þessir menn eiga sér fyrirmyndir, höfundur breytir nöfnum, endurskapar tíðarandann og vekur til lífs fjöldann allan af persónum. Þetta er sem sagt söguleg skáldsaga sem byggir á raunverulegum atburðum.

Frásögnin er í bréfformi, presturinn skrifar starfsbróður sínum, Jónasi í Noregi bréf, þar sem hann rekur það sem á daga hans drífur um leið og hann léttir á hjarta sínu. Jafnframt er hann að gera skýrslu, sem hann hyggst senda til yfirvalda um ástandið í Færeyjum. Það er mikið sem mæðir á Peder Börresen. Hann er breyskur maður og lýsingin sem hann gefur af sjálfum sér er engin hetjulýsing. En samúð hans er með lítilmagnanum og hann er þess fullviss að réttlætið sé hans megin.
En það er ekki bara erlent vald við að eiga. Átakalínan í Færeyjum þessa tíma liggur ekki bara á milli erlends valds og heimamanna. Þéttbýlismyndun er hafin og innlendir höfðingjar standa saman, þeim stendur ógn af fátæklingum, sem eru þeim óháðir. Íslenskar hliðstæður í tíma eru Jón lærðu. Morðin/aftakan á skipbrotsmönnunum, minnir óneitanlega á Spánverjavígin. Stundum hvarflaði hugurinn til Íslandsklukkunnar.


Ein ástæðan fyrir því að ég var spennt fyrir því að lesa þessa bók aftur, var hugsun sem kviknaði þegar ég las bók Kim Leine um spámennina í Botnleysufirði. Í báðum bókunum er aðalpersóna guðsmaður sem tekur að sér starf í ókunnu landi og verður vitni að misbeitingu valds. Ég velti fyrir mér hvort Vonin blíð, væri e.t.v. fyrirmynd Kim Leine.
Ekki ekki treysti ég mér mér til að segja neitt um það en efnistök þessara tveggja manna eru ólík.

Þessar vangaveltur mínar gerðu kröfu um að ég endurlæsi Spámennina. En það gaf mér ekki sömu ánægju og að lesa Vonin blíð. Svo ég afréð að hraðspólaða í gegnum hana en það get ég gert af því ég er með hana sem hljóðbók. Þetta geri ég yfirleitt ekki, finnst það óvirðing við góða lesara.


En skoðanir eru til að breyta þeim. Nú finnst mér hraðspólun sambærileg við að fletta í gegnum bók, sem ég gerði oft og gjarnan áður en sjónin sveik mig.


Glataðir snillingar
Glataðir snillingar er bók sem hægt er að lesa oft og hún á alltaf við. Hún lyftir andanum, gleður og sættir mann við lífið. Allt í senn. Hún segir frá sonum Kornelíusar kirkjuvarðar sem hafði smíðað vindhörpur, þeir heita Márus, Síríus og Kornelíus yngri. Þeir eru allir snillingar, ást á tónlist er þeim í blóð borin og þeir laða að sér fólk sem er sama sinnis og e.t.v. einnig fólk sem á ekki í önnur hún að venda. Andstæða snillinganna eru heittrúaðir vandlætarar með Ankersen í fararbroddi. Þeir berjast í orði gegn drykkjuskap. Í raun eru þeir á móti allri lífsgleði. Persónur þessarar bókar eru ógleymanlegar og verða vinir manns út lífið.


Vangaveltur
Ég ætla ekki að rekja söguna hér. Í staðinn ætla ég að víkja að grufli mínu við að skilja þýðingarsögu bókarinnar. Bókin sem ég las, á sínum tíma hét Slagur vindhörpunnar. Hún kom út 1956 og var þýdd af Guðfinnu Þorsteinsdóttur (Erlu skáldkonu). Bókin sem ég hlustaði á nú heitir Glataðir snillingar. Hún er í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar og kom út 1984. Ég velti fyrir mér af hverju Þorgeir valdi að endurþýða hana. Nú er ég ekki svo minnug að ég geti borið þessar þýðingar saman, of langur tími hefur liðið. En mér dettur að Guðfinna fari frjálslegar með textann, að Þorgeir sé nær danska textanum. Til þess bendir val á titli, en bókin heitir á dönsku Det blide håb. Ég sé líka að viðurnefni og staðarnöfnum eru önnur.
En það er ekki á færi nú að finna út úr þessu en mér sárnar hálfpartinn fyrir hönd Guðfinnu.
Þýðingar- og útgáfusaga hinnar blíðu vonar er enn flóknari. Magnús Jochumsson og Elías Mar eru skráðir fyrir þýðingu bókarinnar sem ég var að hlusta á (kom út 1970) en Elías Mar er einn skráður þýðandi að bókinni sem ég á hér uppi í hillu.
Þetta ósamræmi ergir mig. Ég veit að því fyrr sem ég sleppi þessum þræði ergelsis, því betra. Nógar eru bækurnar að lesa, nýjar og gamlar.
Meðan ég var að lesa Snillingana, hvarflaði allt í einu að mér að það liggja sterkir þræðir milli Car Jóhan Jensen í Ó: sögur um djöfulskap og snillinga Heinesen. Þetta þarf ég að skoða betur.

Töfrar 
Já það eru einhverjir töfrar í gangi varðandi Heinesen. Þegar ég kom við í Norræna húsinu um daginn, til að skila bókum, blasti við mér bók sem heitir William Heinesen myndlistamaður. Þetta er bók á færeysku með ljósmyndum af verkum hans. Dásamlega falleg.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 187198

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband