Eyjan undir sjónum: Ísabella Allende

C6B198FF-C40F-482B-A315-D99D85A8027A

Þegar ég tók eftir hvað það er langt síðan ég hef lesið bók eftir Ísabellu Allende, ákvað ég að bæta úr því. Ég fann bókina Eyjan undir sjónum á Hljóðbókasafninu og hófst handa.
Bókin fjallar um þrælahald og líf þræla og eigenda þeirra. Hún hefst á eyjunni Saint-Domingue í kringum 1770. Á þeim tíma skiptist eyjan á milli Frakka og Spánverja.
Fjölmargar persónur koma við sögu. Lífinu á þessari fyrrum nýlendu Frakka er lýst annars vegar út frá sjónarhorni “frjálsra” ellegar þræla, en það leynir sér ekki hvar samúð höfundar liggur.


Í aðdraganda frönsku byltingarinnar, fer Toulouse Valmorain, frjálslyndur Frakki til eyjarinnar,faðir hans, sem rekur plantekrur fjölskyldunnar, liggur veikur. Hann ætlar ekki að staldra lengi við, einungis hjálpa föður sínum í veikindum hans. En örlögin haga því á annan veg. Faðir hans deyr og hann tekur við plantekrunni.Hann lítur á þrælahald sem illa nauðsyn en trúir því að að það sé hægt að gera það mannúðlegt.Líklega sami hugsunarháttur og að vera góður við dýrin sem við borðum.


Aðalpersóna sögunnar er þó Zarité, sem hann kaupir handa konunni sinni þegar hann giftist. Hún er kynblendingur, dóttir afrískrar konu og einhvers sjóara á skipinu sem flutti hana til nýja landsins. Örlög þeirra eiga eftir að tvinnast saman, þó ekki með hennar vilja.
Bókin segir frá örlögum fjölda fólks. Persónur eru vel dregnar, þær eru margar eftirminnilegar.Ísabella Allende á létt með að spinna söguþráð sem rígheldur lesanda sínum. bókinni er mál málanna á þessum tíma, þrælahald, í forgrunni. Ég fræddist mikið. Og í lýsingum Allende er lesandanum ekki hlíft, það er átakanlegt að fylgjast með grimmdarverkunum á báða bóga. Þrælarnir gerðu ekki bara uppreisn heldur byltingu og til varð ríki svartra, Haiti. 

Eftir að þrælarnir gera uppreisn, flýr Toulouse Valmorain til Kúbu. Það var ambáttin Zarité sem gerði honum það kleyft, hún vildi bjarga börnunum, annað barnið hafði hún fóstrað fyrir hann hitt áttu þau saman. Ég ætla ekki að rekja þessa sögu lengra en ósjálfrátt hvarflar hugurinn til þess hvað var að gerast á okkar köldu eyju. Björn Halldórsson var búinn að koma sér upp kartöflugarði og þjóðin glímdi við óblíða náttúru og sendi bænabréf til kóngsins í Kaupmannahöfn en við vorum frjáls, eða hvað.Þessi saga er til um Björn. 

Björn og gapastokkurinn 

Sagt er að séra Björn hafi verið bæði siðavandur og refsingasamur og setti sóknarbörn sín stundum í gapastokk. Vinnumaður var þar í sókninni er Guðbrandur hét, fremur fávís. Var það eitt sinn er hann bar húsbónda sinn af skipi, er þeir komu úr fiskróðri, að hann sagði þá er hann setti hann af sér, því að honum þótti byrðin þung: „Mikil bölvuð þyngsli eru á líkamanum á þér, Jón“! Þá er bóndi kom til kirkju næsta sunnudag á eftir, sagði hann prófasti frá þessu, en honum þóttu ummælin svo óhæfileg, að hann lét setja Guðbrand í gapastokk um messuna fyrir þetta.

Kannski er þessi bók hálfgerð sápa en ólíkt öðrum sápum skilur hún mikið eftir og var kærkomið tilefni til að rifja upp söguna. Og það var margt nýtt sem ég lærði af þessum lestri. Sérstaklega fannst mér merkilegt hvernig Ísabella leggur sig fram um að lýsa menningunni sem ófrjálsa fólkið kom með sér, trúarbrögðum og lækningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband