15.1.2023 | 14:27
Gleðilegt nýtt ár
Það er drembilæti að láta sem maður geti ráðið við náttúruöflin. Einhvern veginn hefur þetta prentast inn í mig. Innst inni trúi ég því að það sé varasamt, jafnvel hættulegt að tala óvarlega um náttúruöflin. Mér gæti hefnst fyrir það.
Ég er þó engin trúkona. Amma mín Sigurbjörg, botnaði oft ræðu sína með setningunni,Ef Guð lofar.
Þess vegna hrökk ég við þegar ég nýlega heyrði mann (ég man ekki hvern) segja Þetta skal ekki koma fyrir aftur. Umræðan snerist um færð á vegum og þó sérstaklega á Reykjanes brautinni. Stundum engu líkara en það hafi gleymst að við búum á Íslandi.
Sama gildir í umræðunni um færðina á götum Reykjavíkur að viðbættum gangstígum og hjólastígum. Færðin er nokkurn veginn í lagi fyrir venjulegt fólk en fyrir fatlaða og fólk með barnavagna er hún ómöguleg.
Þó hef ég enn ekki séð nokkurn mann með skóflu að moka.
Þetta var nöldur.
En mér tókst að stöðva mig áður en ég fór út í Í gamla daga þegar ég var ung.
Það finnast bækur, þar sem baráttunni við náttúruöflin er vel lýst. Þar er fyrst að telja, Aðventu Gunnars Gunnarssonar. Ég man líka eftir góðum snjóköflum í bókum Jóns Kalmanns, sérstaklega í bókaflokknum sem hefst á bókinni Himinn og Helvíti.
Snjór hleypir af stað röð minninga. Já og tilfinninga. Ég hugsa um Reynistaðabræður, Harðskafa Arnaldar Indriðasonar og um afa minn Björgvin, sem beið af sér blindbyl, næturlangt upp á Reindalsheiði.
Snjórinn í Reykjavík er öðru vísi en snjór bernskunnar. Hann er ekki hreinn. Það stafar engin ógn af honum. Hann er bara fyrir. Hálkan er verri. Hún er hættuleg.
Ég fer samt daglega í gönguferðir, nota brodda og göngustafi til að auðvelda mér gönguna.
Gleðilegt ár
Þetta er fyrsti pistill minn á nýju ári. Ég vona að það verði gott en það eru blikur á lofti.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.