Sturlunga: Ekki jólalestur?

D893FA04-A674-4203-A84C-D66C1175F984Jólalestur?

Maður getur lesið hana oft og öðlast stöðugt nýja sýn á efni hennar. Þessari útgáfu, sem kom út 1948, stýrir Guðni Jónsson. Hún er í þremur bindum og  Guðni  skrifar einnig formála að þeim öllum.

Ég hlustaði reyndar, las ekki. Bókin,  bækurnar eru eru lesnar af Ólafi Jenssyni, ekki veit ég hvort það er læknirinn Ólafur Jensson en hann er áheyrilegur lesari. Þetta er ótrúleg bók og engin jólalesning. Hún segir annars vegar frá átökum  íslenskra „höfðingja“ og hins vegar frá þreifingum norskra konunga um að „eignast“ Ísland. Þetta vita víst allir og ekki þörf á að orðlengja það hér. En það sem mér finnst merkilegast við Sturlungu eru samskipti Íslenginga og þá fyrst og fremst valdastéttarinnar. Samkvæmt Sturlungu takast á nokkrar ættir. Þessar ættir tengjast reyndar allar.En það kemur ekki í veg fyrir ósætti og hefndaraðgerðir. Sögupersónur Sturlungu eru flestar karlkyns. Þær
konur sem nefndar eru til sögunnar fara þó með býsna stórt hlutverk ef að er gáð, svo sem Valgerður á Keldum og Þórdís Snorradóttir. Þegar ég les sögu sem þessa, finn ég þó nokkuð til fötlunar minnar, það er sjónskerðingarinnar en ákveð með sjálfri mér að velta mér ekki upp úr því að vera leshömluð á gamals aldri.

Samtímasaga?

Þegar ég les Sturlungu trúi ég hverju orði. Reyndar geri það oftast þegar ég les, það er forsenda þess að njóta bóka, held ég. Höfundur nýtir sér ýmis triks til að sagan verði trúverðug. Hann nefnir nöfn, jafnvel þótt persónan komi lítið við sögu og lýsir smáatriðum , þótt þau skipti litlu máli , samanber síðustu orð Snorra Sturlusonar, „Eigi skal höggva.“

Jólaannir

Þessi pistill ber þess merki að hann er ekki nýr. Ég hóf að skrifa hann fyrir jól en lauk honum ekki því jólaannirnar hvolfdust yfir mig.

Nú er ég að lesa jólabækur. Var að ljúka við að lesa, Hamingja þessa heims:Riddarasaga; eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur. Þetta er svolítið tyrfin saga, dálítið í ætt við Sturlungu. Mér fellur hún vel. Meira um hana síðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð hugmynd að lesa svo bókina Sturlunga geðlæknisins eftir Óttar Guðmundsson.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 6.1.2023 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband