10.11.2022 | 19:38
Hugleiðingar um bækur og bóklestur
Auðvitað les/hlusta ég mikið á bækur. Ég hef alltaf gert það og nú hef ég ekkert annað að gera. Auk þess skrifa ég pistla um það sem ég les. Ekki til að flokka þær í góðar og vondar, heldur til að greina betur efni þeirra og upplifun mína af því að lesa þær. Flestar bækur sem ég les eru skáldsögur. Oftast spennusögur. Á þessu eru þó fjölmargar undantekningar. Fyrir algjöra tilviljun las ég t.d. bók Bergsveins Birgissonar, Landslag er aldrei asnalegt. Hún kom bara upp í hendurnar á mér. Ég hélt að ég hefði lesið allt sem út hefur komið eftir Bergsvein, en svo er ekki. Bókin minnir í senn á þjóðlegan fróðleik og á bækur Jóns Kalmanns. Er um leið fyndin og full af trega.
Nú, þegar líður að jólum fjölgar bókum á markaði mjög mikið, sumir tala um flóð. Auðvitað get ég ekki komist yfir allt og ég verð að bíða eftir því að bókin sé lesin inn.
Megnið af bókum sem koma út eru spennusögur. Ekki veitir okkur gamla fólkinu af að fá einhverja spennu í lífið. En eintóm spenna er þreytandi. Þess vegna tók ég því með þökkum þegar ég sá að búið var að lesa inn bók Sigríðar Víðis Jónsdóttur, Vegabréf íslenskt. Ég hafði áður lesið eftir hana, Ríkisfang ekkert og vissi að hún kann að skrifa læsilegar bækur um fólk sem býr við aðstæður sem eru ólíkar okkar.
Vegabréf íslenskt er einskonar ferðasögubrot frá því Sigríður var ung kona, blaðamaður og full af ferðaþrá. Það er engu líkara en hún rambi alltaf inn í miðju stormsins. Það gengur svo mikið á í veröldinni. Við vitum það úr fréttum en það lítur öðru vísu út þegar maður er staddur á vettvangi.
Lokaorð
Ég finn að þessi pistill minn er dálítið sundurlaus en svona blasir lífið við akkúrat núna.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 63
- Frá upphafi: 188991
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.