Eitt satt orð og Harðar saga Grímkelssonar eða Hólmverjasaga

FCBB093D-1C8C-4289-AF4A-B9AE29670368
Eitt satt orð

Ekki veit ég hvaða orð lýsa bók Sveinbjörn Arngríms ssonar best. Þetta er saga um glæp en alls ekki   spennusaga. Þetta er hægfara saga sem fjallar um hjónaerjur. Hún segir  frá

 pari á óskilgreindum aldri. Þau eru bæði heimavinnandi. Dag einn biður     

konan sambýlismann sinn um að koma með sér upp í Hvalfjörð. Hana langar til skoða litla eyju eða hólma til að öðlast betur tilfinningu fyrir námsefni sem sem hún er að semja. Hann langar ekki, en fer samt. Andrúmsloftið í bílnum á leiðinni upp í Hvalfjörð er þrúgandi. Þau fara saman út í hólmann. Konan fer svo ein til baka, vill refsa manninum  fyrir að vera í fýlu. Þegar hún snýr aftur til að vitja hans,  er hann ekki þar. Í framhaldi af þessu lætur hún hefja leit að honum en segir ekki satt um viðskilnað þeirra í hólmanum. Hún skrökvar og skrökvar. Er hrædd um, að ef upp kemst, verði hún sótt til saka fyrir að  skilja hann einan eftir  í hólmanum.

 Hún fær mikla hjálp frá lögreglunni við að leita mannsins, sérstaklega   frá einum  eldri manni, sem ávarpar hana „vina mín“.

Konan býr til aðra sögu um hvernig maðurinn hvarf, sleppir að segja frá  ferðinni upp í Hvalfjörð og út í hólmann.

Þetta er sem sagt dálítið sérstök saga ef maður nálgast hana sem glæpasögu, því hún er fyrst og fremst lýsing á persónu sem festist í eigin lygavef og á ekki afturkvæmt. Hún er eins og staður hestur. Ég velti því fyrir mér hvort henni þætti vænt um mann sinn eður ei. Alla vega þykir henni vænna um sjálfa sig svo hún lýgur og eyðileggur þar með alla leit.

Önnur saga

En bókin ýtti við mér til að lesa aðra bók þar sem hólminn kemur við sögu.

Hún er merkileg saga sökum margs. Þar segir m.a. af mögnuðum  hjónaerjum og átökum um barnauppeldi. Hjónabandið rétt lafir á einum manni sem er vinur beggja. Í veislu sem haldin er að loknu blóti á bæ þeirra, Ölvisvatni, er lýst uppákomu sem verður í veislunni.  Móðirin situr í stól sínum á miðju stofugólfi og í knjám hennar hvílir forláta men, dýrgripur. Drengurinn Hörður sem er þriggja ára og ekki farinn að ganga, skríður um gólf. Allt í einu rís hann upp hinum megin í stofunni, gengur til móður sinnar og hrasar.Við það fellur menið góða  í gólfið og brotnar.  Móðirin segir þá við  drenginn sinn: „Ill var þín fyrsta ganga og munu  svo margar eftir fara og verst hin síðasta“ (tilvitnun eftir minni). Maður hennar tók þá drenginn og kvað vísu. Þau hjón yrktust gjarnan á.

Auðvitað fór svo sem vísan segir til um. Drengurinn  Hörður endaði ævina  ásamt ræningjaflokki sínum í hólmanum.

Bók kallar á bók

Eftir lestur bókar Arngríms velti ég því fyrir mér, hvort hann hefði lesið Harðarsögu. Hún fjallar vissulega um hjónabandserfiðleika.

Ekki veit ég hvort erfiðleikar parsins í Eitt satt orð, vísi til Harðarsögu en ekki  spillir að lesa báðar.

Ég ætla að láta hér staðar numið. Átti erfitt með að koma mér af stað með að skrifa þetta. Jólabókunum rignir inn.  Og mig langar að lesa þær allar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Höfundurinn heitir Snæbjörn Arngrímsson.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 16.11.2022 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband