Strendingar: Yrsa Þöll Gylfadóttir

Strendingar Yrsu 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1EÞallar

Loksins gafst mér tækifæri til að lesa/hlusta á Strendinga, bók Yrsu Þallar Gylfadóttur, sem kom út 2020. Það er sem sagt búið að lesa hana inn.

Þetta er fjölskyldusaga, saga dæmigerðrar íslenskrar fjölskyldu, mamma, pabbi og þrjú börn. Sagan gerist í þorpi,  á landsbyggðinni. Móðirin  Eva vinnur sem byggingafulltrúi og stendur í ströngu því hugmyndir hennar um að laga gömlu kirkjuna í stað þess að byggja nýja stangast á við hugmyndir hinna í stjórn bæjarins. Þegar hún kemur úr barneignaleyfi, er búið að samþykkja byggingu nýrrar kirkju og steypa sökkulinn. Eva fær taugaáfall, verður veik.

Pétur maður hennar hefur unnið á auglýsingaskrifstofu, en er nú heima í barneignarfríi.

Silja, elsta barnið og stjúpdóttir hans er á kafi í tölvuleikjum. Hún skrifar líka  sögu sem hún setur á netið og slær í gegn.

Miðjubarnið, Steinar, sex ára, verður afar hændur að afa sínum Bergi, sem dvelur tímabundið á heimilinu.

Litla stúlkan, Ólafía, er rétt byrjuð að tala sín fyrstu orð. Á heimilinu er líka köttur.

Ég ætla ekki að rekja  söguþráð þessarar bókar frekar, heldur tala um það sem mér finnst sérstakt við þessa bók. Þ.e. stíllinn og frásagnarmátinn. Yrsa ljær öllum persónum sínum rödd, líka kettinum. Þess vegna er sagan margradda, sjónarhorn þeirra eru ólík. Eva sem er í eðli sínu raunsæiskona hefur verið slegin út af laginu. Það er ekki bara stjórn bæjarfélagsins, sem er á móti henni, heldur allt þorpið. Hinn orðhaga Pétur langar að skrifa ljóðabók. Kaflinn sem hann leikur sér að orðum og stöfum er framúrskarandi. Það kom mér á óvart hvað þessi litla bók er efnismikil.

Ég má ekki láta hjá líða að ræða sérstaklega um gamla bóndann, Berg. Hann er kominn út úr heiminum og lifir í sínum einkaheimi sem er fullur af firrum. Synir hans hafa ekki hugmynd um það. En þegar Pétur tekur hann heim til sín er þó svo mikið eftir af honum að hann verður kærkominn félagsskapur fyrir drenginn Steinar.

Skiptir staðsetning máli?

Þegar ég les íslenskar sögur get ég aldrei varist að reyna að staðsetja þær. Ég brenn í skinninu. Og þar sem höfundurinn segir ekkert um þetta, ákveð ég það fyrir hann. Ég set byggðarlagið í Sjálfstæðu fólki hiklaust niður á Jökuldalsheiðina og þorpið hennar Sölku Völku kalla ég í huga mínum Þórshöfn. Ég veit að ég hef ekkert fyrir mér í þessu en hætti samt ekki að leita að stað fyrir sögur með skálduðum nöfnum á landakortinu. Auðvitað er ég búin að finna stað fyrir Stapaströnd en ætla að halda því fyrir mig.

Ég hef þegar talað um hversu vel Yrsa Þöll  lýsir lífi gamla bóndans Brands. Samt get ég ekki staðist að láta vissa ónákvæmni um orðalag fara í taugarnar á mér. Maður talar ekki um bása í fjárhúsum og sauðir eru ekki lengur hluti af hjörðinni. Nema ef vera skyldi staka forystusauður. Ég get reyndar ekki fullyrt neitt um þetta með vissu nema það sem tíðkaðist í Breiðdalnum í eldgamladaga.

Heimiliskötturinn Mjálmi er merkilegur með sig, telur sig vera hefðarkött og heita Sahure og vera langt yfir aðra hafinn.

Allt í einu er sagan búin, mér finnst hún vera endaslepp. En hugsa svo „hún er eins og lífið, maður ræður engu um lengd þess.“

Vonandi kemur Yrsa Þöll fljótlega aftur með nýja bók. Og vonandi klárar fjölskyldan í Stapafirði sig án mín.

Lokaorð

Það var gaman að lesa/hlusta á þessa bók, hún var oft fyndin (ég gleymdi að segja frá því). Það er María Lovísa Guðjónsdóttir sem les.Ég hefði viljað fá hana fyrr, því ég er bókaunnandi og skrifar um bækur. Það er leiðinlegt að skrifa um „nýja“ bók sem er að verða þriggja ára gömul.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í minni sveit voru básar í fjósum en krær (kró í eintölu) í fjárhúsum eða féshúsum, eins og mbl.is myndi segja. cool

Þorsteinn Briem, 23.8.2022 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 187229

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband