Ru: Kim Thúy

0F12344F-42A1-49A5-9909-9EEA3BB52B27

Ru

Ru er lítil bók sem leynir á sér. Hún er eftir Víetnam-kanadiska rithöfundinn  Kim Thúy (fædd 1968) sem Vkom með foreldrum sínum sem bátaflóttamaður til Kanada tíu eða ellefu ára gömul. Fyrstu Víetnamarnir sem komu hingað voru líka bátafólk.

Ég vildi óska að ég hefði verið búin að lesa þessa bók þá, því það kom í minn hlut að fylgjast með hvernig börnunum vegnaði í skóla. Nú finnst mér að ég og við öll hafi vitað svo lítið. 

Að flýja ættland sitt

Þegar her Norður- Víetnam hafði sigrað í stríðinu og sameinað Norður og Suður- Víetnam reyndu margir að flýja land, þar á meðal fjölskylda Kim. Þau voru efnafólk, sem kom sér vel, því fargjaldið í bátunum kostaði sitt. Ferðin yfir hafið var hættuleg og aðbúnaðurinn var líkari gripaflutningum en farþega flutningum. Þau voru heppin. Það var ekki ráðist á skipið af sjóræningjum og þau komust heilu og höldnu til Malasíu þar sem þau voru vistuð í yfirfullum flóttamannabúðum. Ástandið þar var hræðilegt. Loks bauðst þeim að flytja til Kanada, til Quebec. Þar tók við hið erfiða og stóra verkefni að læra nýtt mál og aðlagast nýju landi. Það virðist hafa gengið vel því Kim tókst að  menntast og finna sér hlutverk.

 Bókin

Ru er fyrsta bók höfundar. Hún kom út 2009 en síðan hafa komið út fleiri bækur eftir hana.

Ru er lítil bók, safn frásagna og hugleiðinga. Hún minnir helst  á ljóð. Hún er að hluta til ævisöguleg, byggir á reynslu hennar og minningabrotum án þess að rekja söguna í heild sinni. Hún segir frá fjölskyldu sinni í gamla landinu og frá tímanum fram að flóttanum, eftir að kommúnistar höfðu tekið hús þeirra eignanámi og úthlutað þeim ákveðnu rými til afnota.

Faðir Kim hafði svo illan bifur á kommúnistunum að hann sagði dóttur sinni seinna að ef fjölskyldan hefi fallið í hendur kommúnista eða sjóræningja, hefði hann verið tilbúin til að drepa þau öll með blásýru.  

Hvað er mikilvægt?

Það er trúlega ekki ytri veruleiki sem vegur þyngst í  lífi fólks, það sem gerir útslagið er hvernig unnið er úr honum. Mér fannst skemmtilegast að lesa það sem hún skrifar um tungumálið.

Orðin eru margræð, í þeim leynist dulin merking. Hún tekur dæmi  af eigin nafni og nafni móður sinnar(á víetnömsku). Fljótt á litið virðast nöfnin eins, einungis ein komma greinir þau að. Hennar eigið  nafn þýðir innri friður, nafn móður hennar þýðir kyrrlátt umhverfi.

Nafn bókarinnar, Ru, merkir lækur á frönsku eða það sem streymir. Á víetnömsku þýðir orðið vögguvísa eða þann sem  raular eða fer með vögguvísu.Þessi bók kom mér á óvart. Fyrst hlustaði ég á hana sem hljóðbók. Hún var vel lesin en samt skilaði hún sér ekki almennilega. Það var ekki fyrr en að ég fékk hana í hendurnar og gat rennt henni undir lessjána (stækkunartæki sem gerir mér fært að lesa bækur) að ég áttaði mig á henni.

Lokaorð

Ég þurfti að hafa talsvert fyrir þessari bók. Það stemmir við hugmyndir mínar um bóklestur, góðar bækur þarf maður að lesa oft.

Eins og alltaf hlýnar mér um hjartaræturnar af þakklæti.

Bókin er þýdd úr frönsku af Arndísi Lóu Magnúsdóttur og hljóðbókin er lesin af Súsönnu Margréti Gestsdóttur.

Ru er bók til að eiga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 89
  • Frá upphafi: 187237

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband