13.7.2022 | 14:02
Fjórar systur: Helen Rappaport
Um leið og ég sá bókina Fjórar systur eftir Helen Rappaport á vef Hljóðbókasafnsins, vissi ég að þarna væri komin bók fyrir mig.
Í Fyrsta lagi er hún löng, tekur rúmar 19 klukkustundir í upplestri. Í öðru lagi er hún þýdd af Jóni Þ. Þór sagnfræðingi sem er sá hinn sami sem skrifaði bók um Katrínu miklu. Auk þess er hann skólabróðir minn. Í þriðja lagi er hún um efni sem mig hefur lengi langað að fræðast meira um.
Bókin fjallar um dætur Rússakeisara, fjórar talsins. Þannig er nafnið til komið. Hún fjallar að vísu líka um bróðurinn og um fjölskylduna í heild. Það eina sem ég vissi um þessar systur var endalokin. Þær Olga, Tjatiana, Maria og Anastasia voru allar skotnar.
Aðrir tímar
Veruleiki þessarar sögu er svo fjarri mér að ég á erfitt með að ímynda mér hann. Þó ég hafi lesið Tolstoj. Sögupersónur hans lifðu og hrærðust í þessum veruleika. Það er óravegur á milli ríkra og fátækra. Og valdhafarnir sitja á toppnum. Það gerir stéttaskiptingin. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að hún hafi ekki verið til staðar hér, því það var hún. Hún var öðru vísi.
Vesalings litlu Zardínurnar!
Keisaradæturnar voru dótturdætur Viktoríu drottningar. Eftir lestur bókarinnar sýnist mér að móðir þeirra, Alexandra sé valdamesta persóna bókarinnar. Samt á hún við mikla vanheilsu að stríða. Þegar hún var 32 ára hafði hún alið 5 börn og misst fóstur að minnstakosti tvisvar. Eftir fyrstu fæðinguna virðist hún hafa fengið grindargliðnun sem er mjög kvalafull. Maðurinn hennar keisarinn virðist vera rola, fer blint eftir vondum ráðleggingum. En þau elska stelpurnar og leitast við að ala þær upp til að verða gott yfirstéttar kvonfang. Líf litla drengsins, ríkisarfans mótast fyrst og fremst af því að hann er haldinn lífshættulegum sjúkdómi. Mér finnst merkilegt að fylgjast með því hvernig höfundi tekst að draga upp heildstæða mynd af öllu þessu fólki. Af þessu sér maður hvað það liggur mikil heimildavinna að baki við þessa bók. Á þessum tíma skrifuðu menn bréf og færðu dagbækur.
En Zarinn skilur ekki kall tímans og því fer sem fer.
Ef og hefði
Ég er þó nokkurn veginn sannfærð um að þótt Zarinn hefði reynt að koma umbótum í kring, þá hefði það ekki dugað til, byltingaröflin voru sterkari og kænni en hann. Aftaka keisarans og fjölskyldu hans minnir mig á aftöku Jóns Arasonar og sona hans. Öxin og jörðin geymir þá best.
Hvað finnst okkur svo um dauðarefsingu?
Ég býst við að flest fólk, við Íslendingar, séum alfarið á móti þeim enda tala menn um að aftaka vesalinganna Agnesar og Friðriks, sé síðasta aftakan á Íslandi. Vissulega. En bandamenn okkar beita þó aftökum þegar svo ber undir. Margir muna, að hafa horft á það í sjónvarpinu í stofunni sinni, þegar Saddan Hússein var tekinn af lífi. Og stóð ekki sjálfur Obama fyrir því að láta myrða Osama Bin Laden og fjölskyldu hans?
Kannski er erfiðara í að komast, en um að tala, að vera þjóðhöfðingi. Og auðvitað eru stríð ekkert annað en ein tegund aftaka.
Ég gleymdi Raspútín
Áður fyrr, þegar ég las um fall einræðisherrans í Rússlandi var gjarnan vikið að Raspútín. Að hann hefði skaðað orðspor keisarafjölskyldunnar. Þetta var aldrei útskýrt. Loksins fékk ég skýringuna.Þegar litli drengurinn var veikur og vart hugað líf, leitaði fjölskyldan til furðufuglsins Raspútíns. Hann var sagður geta læknað fólk, gert kraftaverk. Þessu trúði hannl íklega sjálfur. Þau hjónin ánetjuðust honum. Illar tungur héldu því fram að hann ráðskaðist með þau. Væri farin að stýra landinu. Það var ekki fyrr en að ég fór að velta fyrir mér hvernig þetta var hérna heima á þessum tíma. Margt fólk, var á kafi í dulspeki og leitar jafnvel til miðla. Fólk í æðstu valdastöðum.
Um höfundinn
Helen Rappaport er fræikona og hefur skrifað fjölda bóka um sögulegt efni. Það er Helga Elínborg Jónsdóttir sem les hana inn. Það er mikill fengur í þessari bók.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 189264
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.