Játningar Bóksala: Shaun Bythell

 

DA8C850A-210F-4148-A7DB-A81B4D382E36Játningar bóksala eftir Shaun Bythell er óvenjuleg bók. Hún er að forminu til dagbók bóksala. Þaö sem er skráð  allt sem er mikilvægt fyrir starfið. Það er kaup og sala á bókum og frásagnir um bókasöfn sem hann skoðar með það í huga hvort hann ætli að kaupa eitthvað eða ekki. Við þetta bætist ýmislegt sem varðar starfsfólk og viðskiptavini. Já og köttinn. Mér fannst í fyrstu að frásagan væri aðallega  neikvæð og niðrandi.

Góð bók til að sofna ut frá

Í byrjun var ég  í vafa um hvort ég ætti að lesa bókina og ákvað svo að nota hana sem „sofna út frá bók“. Það gekk prýðilega því bókin er flöt og laus við spennu. Smám saman var ég þó vör við að ég var farin að vera svolítið spennt fyrir hvernig honum gekk að selja og sá búðina hans fyrir mér. Hún var ólík þessari einu fornbókabúð sem ég þekki, Bókabúð Braga, að því leyti að það var meira flokkað og betur raðað í hillurnar. Já, og bóksalinn í Wigham gat verið neikvæður og leiðinlegur við fólk, það var Bragi ekki. Dagarnir eru hver öðrum líkir í þessu starfi, salan er oftast lítil. Eina undantekningin er þegar búðin tekur þátt í einhvers konar bæjarhátíð, þá er starf bóksalans spennuþrungið og frásögnin iðar af fjöri.

Það er nauðsynlegt að trúa

Þegar ég les bækur trúi ég öllu, tek allt bókstaflega. Þessi bók var engin undantekning. Þess vegna tók ég nærri mér, hvað sögumaðurinn, bóksalinn var leiðinlegur við starfsmanninn sinn og hugsaði neikvæðar hugsanir um fólkið í kringum sig. Þó vissi ég að ég átti að álykta sem svo að þarna væri  þessi fræga breska kaldhæðni á ferðinni. „Mig myndi ekki langa til að kaupa bækur hjá þessum karli“, hugsa ég.

Niðurstaða

Mér fannst gaman að lesa/hlusta á þessa bók. Það var ljúft að sofna út frá henni. Nú veit ég líka að Það er til önnur bók eftir sama höfund, hún heitir Dagbók bóksala. Það hefði eflaust verið betra að byrja á henni. 

Nú er eg jafn vel farin að velta fyrir mer að heimsækja Wigtown.

 

Myndin er tekin í Breiðdal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 92
  • Frá upphafi: 187303

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband