Tíu dagar í Helvíti

B42FB887-88A8-4110-92A8-6B2E30656564

Tíu dagar í (Helvíti) heitir saga eftir Magnús Lyngdal Magnússon. Það er sagt að þetta sé hans fyrsta bók. Hún er stutt og snýst um afmarkað efni, drykkjuskap. Sögusviðið er hugur karlmanns á miðjum aldri. Hún hefst þegar hann vaknar upp í áður ókunnu herbergi. Honum finnst að það gæti minnt á fangaklefa. Já, og þetta er fangaklefi. Þetta er honum ný reynsla. Hann drekkur að vísu, og þarf stundum að nota lyf, en hann er ekki alkóhólisti, af því hann á sitt eigið húsnæði og er í góðu starfi. Þetta er hans skilgreining á því að vera ekki alkóhólisti.

Gloppur

Nú man hann    ekki hvað gerðist. Fær að vita að hann var hirtur upp af gangstétt fyrir utan bar. Kvíðinn magnast, gerði hann eitthvað af sér. Bíllinn er ekki heima þar sem hann á að vera. Hann hefur sem sagt verið á bílnum. Drap ég einhvern, hugsar hann. Kvíðinn er næstum óbærilegur en hann getur ekki rætt þetta við neinn. Það gerir skömmin. Skömmin yfir því að ráða ekki við drykkjuna. Bókin er í senn átakanleg og fyndin. Átakanleg vegna þess hversu hann á bágt og fyndin vegna þess hvernig hann leitast við að blekkja sjálfan sig.

Aðgengi

Líklega hefði ég ekki  lesið þessa bók ef ég hefði haft augu til að lesa og valið mínar bækur sjálf . Nú ræðst bóklestur minn algjörlega af því hvað hefur verið lesið inn hjá Hljóðbókasafni Íslands.

Þetta minnir mig ósjálfrátt á umræðuna um vín og aðgengi. Það hefur sýnt sig að gott aðgengi að alkóhóli  eykur víndrykkju. Að sjálfsögðu. En það er munur á. Vín getur verið skaðlegt, bækur ekki.

Útúrdúr

Að vísu man ég eftir gömlum manni í Breiðdal bernskunnar sem hélt því fram að bóklestur væri ekki síður ávanabindandi  en tóbak. Ég held að það sé nokkuð til í þessu. En ég hef enn ekki heyrt nokkurn halda því fram að bóklestur skaði heilsuna.

Það er von

Maðurinn í sögu Magnúsar veit að það er hægt að leita sér hjálpar. Hans er valið.

Það er Árni Blandon sem les. Hann er snilldar lesari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 187175

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband