Stjarna Strindbergs; Jan Vallentin

D3C23D1C-EB2B-4F2B-836F-6B0BE4D7094D

Stjarna Strindbergs eftir Jan Vallentin er sænsk  bók sem kom út í heimalandinu 2011. Hún var þýdd af Þórdísi Gísladóttur og er nú komin á hljóðbók. Það er Valdimar Örn Flygering sem les.

Ég las þessa bók fyrir misskilning. Hélt að þetta væri ósköp venjuleg glæpasaga en trúlega flokkast hún frekar sem vísindaskáldsaga. Maður nálgast bækur alltaf út frá einhverjum væntingum (fordómum í jákvæðum skilningi). Það er hluti af bóklestri. Það er betra ef þeir eru nokkurn veginn réttir.

Í þetta skipti var það ekki svo, því þetta er trúlega vísindaskáldsaga, þótt vissulega komi glæpir  við sögu. Einu sinni hafði ég miklar mætur á vísindaskáldsögum en smekkur minn hefur greinilega breyst. Mér leiddist bókin. Þó eftir á að hyggja var margt skemmtilegt. Til dæmis er aðalpersónan Don Titelman vel gerð og eftirminnileg persóna. Hann er á vissan hátt aumkunarverður, væskill og háður lyfjum sem hann skammtar sér sjálfur úr hliðartösku sem hann ber stöðugt með sér.

Sagan hefst á líkfundi.  Þegar kafari kafar í gömlum námugöngum  í námunda við Falun í Dalarna finnur hann ekki bara lík, heldur einnig hlut sem hefur afl, sem ekki sést á yfirborðinu.

Fræðslugildi sögunnar

En sagan á sér aðdraganda. „Hluturinn“ má ekki komast í hendur illra afla og þau eru vissulega til. Um þetta snýst sagan.

Inn í framvindu sögunnar blandast raunverulegt fólk. Til dæmis þátttakandi í leiðangri   Andrées sem farinn var 1897, það er Strindberg. Ég var alveg búin að gleyma þessum heimsfræga leiðangri. Ef ég hef þá vitað það.

Það skemmtilegasta við þessa bók var í rauninni fróðleikurinn sem ég aflaði mér til að skilja hana. Þessi leiðangur var hörmulegt dæmi hverju heimska og metnaður geta komið til leiðar.

Úthald við að lesa bækur

Ég hefði trúlega aldrei lesið þessa bók ef ég hefði ekki sett mér þá meginreglu að ljúka alltaf bókum sem ég er byrjuð á. Ég er engu að síður sátt við að hafa lesið hana. Hún færði mér ævintýrið um Andrée og félaga hans til viðbótar við sjálfa söguna.

Er barnið í mér dautt?

Einu sinni hlustaði ég á fyrirlestur (Glasser),  þar sem því var haldið fram, að þegar fólk hættir að hafa gaman að því að leika sér, sé það raunverulega orðið gamalt. Fyrr ekki. Leikur og ævintýri eru náskyld fyrirbæri, þess vegna er mér ekki sama um það, þegar ég hrífst ekki með í ævintýraheimi vísindaskáldsagna. Er bókin léleg eða er barnið í mér dautt, hugsa ég. Nú sé ég það sem verkefni að hlúa að barninu í mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 187302

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband