Pollýanna

A044C37C-BE11-4E6D-B7C7-3EDEF8201F9A
Pollýanna

Núna hef ég hafið lestur/hlustun á bók Guðna Elíssonar, Ljósgildran. Þetta eru tvær bækur, sem taka 15:10 + 14:09 klukkustundir í upplestri. Það er Margrét Örnólfsdóttir sem les.

Þegar ráðist er í svo stórt verkefni, þarf áætlun. Ég hafði hugsað mér að taka eina til tvær klukkustundir á dag og lesa eitthvað annað og léttara efni við hliðina. Strax á öðrum lestrardegi kom hliðarbókin upp í hendurnar á mér. Höfundur segir frá heimsókn Pollýönnu til landsins. Í Ljósgildrunni er oft  vísað til bóka. Oftast þekki ég þær  en Polllýönnu hafði ég ekki lesið, svo ég ákvað að taka hana sem „hliðarbók“. Þessi pistill minn er um Pollýönnu.

Bókin um stelpuhnokkann með þessu óvenjulega nafni kom út hér á Íslandi 1945. Hún er þýdd af Freysteini Gunnarssyni menntafrömuði,  þeim sama sem þýddi Litlu gulu hænuna.

Þegar ég hóf lestur Pollýönnu hélt ég að Freysteinn hefði verið að þýða nýútkomna bók. Af hverju voru notaðir hestvagnar? Kannski þyrfti að spara bensín út af stríðinu. Viðmiðunarrammi minn var rangur. En þegar ég loks gáði að því hvenær hún kom út í heimalandinu, gekk allt upp.Bókin kom út í  Bandaríkjunum 1913.

Sagan fjallar um litla munaðarlausa stúlku sem komið er fyrir hjá frænku sinni Pollý. Hún er ekkert fyrir börn en vill gera skyldu sína. Hún er ísköld. En Pollýanna sem hefur þurft að takast á við foreldramissi og fátækt hefur lært að það er hægt að gera allt þolanlegra með því að horfa á björtu hliðarnar. Hún kallar þetta leik og kennir hann öllum sem hún umgengst. Nema frænkunni.

Reyndar vissi ég nokkurn veginn um hvað bókin snerist, efni hennar kemur svo oft fyrir í umræðu. Ég hélt að bókin væri væmin. En það er hún ekki, hún er skemmtileg.

Eftir lesturinn reyndi ég að lesa mér til um höfundinn, Elenor H. Porter, fylltist ég undrun. Porter er fædd 1868 og eftir hana liggur fjöldi bóka. Hvernig gat þessi koma rambað á hjálpleg ráð fyrir fólk í vanda, sem færustu sálfræðingar hafa fundið eftir áratuga rannsóknir?

Þetta var um Pollýönnu, þ.e.á.s. Fyrri bókina af tveimur. Ég er ekki búinn að ákveða hvot ég les þá seinni, sem segir frá ungu stúlkunni Pollýönnu. 

Myndin af blóminu var tekin í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 187450

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband