Sumarferð með Karamazov-feðgum

3A483000-794F-4CE7-B5ED-8B820B2B0CD8
Sumar með Karamazov

Þetta er ekki  í fyrsta skipti (og vonandi ekki það síðasta) sem ég les bækurnar um Karamazov, föður og syni. Þegar ferðast er  með Karamazov í kollinum fer ekki hjá því að að maður sjái veröldina í nýju ljósi. Frá sjónarhorni Karamazov.

Ferðinni var heitið til Austfjarða, fyrst til Hafnar í Hornafirði og svo í Breiðdalinn. Það fyrsta sem ég tók eftir var að í mínum íslenska raunheimi var mikið talað um veður og landslag en í sögunni um bræðurna var lítið fjallað um veðurfar eða um náttúru en því meir um tilfinningar og hugmyndir. Fyrir þá sem ekki þekkja til bókanna um feðgana Karamazov vil ég segja þetta: Bókin kom út í Rússlandi á árunum 1879  til 1880. Þetta var  síðasta  verk hans því hann lést  árið 1881. Í raun eru þetta 12 bækur. Á Íslandi kom verkið út í tveim bindum 1990 í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur. Ingibjörg lýsir rússneskri nafnahefð í upphafi fyrri bókarinnar til að auðvelda lesendum lesturinn. Ég bendi fólki á að notfæra sér þessa fræðslu en ætla ekki að fjalla meira um það hér.

Fjölskyldan Karamazov

Bókin hefst á frásögn um fjölskylduföðurinn Fyodor Karamazov sem er svallari og dæmigerður rugludallur, sem þrátt fyrir alla vitleysuna kann þó að auðgast og halda utan um eigið fé. Seinna kemur þó fram í bókinni (við réttarhöld) að það sé vafasamt að kalla menn eins og hann föður, því hann verðskuldi það engan veginn. En Fyodor eignast þrjá skilgetna drengi með tveimur konum. Sú fyrri elur drenginn Dmitri sem hún skilur eftir þegar hún flýr heimilið og deyr síðan í örbyrgð. Sú seinni eignast tvo drengi, Ivan og Alexei  og deyr frá þeim ungum. Auk þessara skilgetnu sona er grunr um að hann eigi óskilgetinn son, Smerdyakov með vangefinni stúlku á vergangi.  Allir skilgetnu  drengirnir alast upp hjá fjarskyldum ættingjum. Hinn óskilgetni Smerdyakov elst upp hjá ráðsmanni Fyodors og konu hans.

Tekist á um hugmyndir

Það eru umbrotatímar á seinni hluta 19. aldar í Rússlandi eins og víðar. Tímabili bændaánauðar er nýlokið og læsi er orðið það útbreytt að fjölmiðlar, blöð, bækur og tímarit ná til fleira fólks en áður. Landið logar í umræðu. Í þessari bók er tekist á um trúmál, heimspeki og pólitík. Aðalpersóna bókarinnar; Alexei gengur tímabundið í klaustur og heillast af öldungnum Zosima, hinn bráðgáfaði Ivan, hefur safnað frásögnum um illa meðferð á  börnum og spyr spurninga. Hvers konar guð lætur slíkt viðgangast? Hann efast ekki um tilvist hans en segist vilja skila aðgöngumiðanum. Mér verður hugsað til sveitunga míns, Helga Hóseassonar, sem líka vildi skila aðgöngumiðanum, losna frá skírnarheitinu.

 Elsti sonurinn Dmitri,  vill einungis fá arf eftir móður sína sem  faðirinn hefur sölsað undir sig.

Ég sé að ég er komin í ógöngur með því að fara að fjalla um einstakar persónur. Það eru svo margar áhugaverðar persónur í þessari bók og nú langar mig að biðja þær sem ég get ekki fjallað um afsökunar.

Ég sagði frá því í upphafi að það er lítið um landslag og veðurfar í Bræðrunum Karamzov. Það er því vel við hæfi að njóta bókarinnar í stórbrotnu landslagi Austfjarða . Eldhugar trúar og umræða um   og vafasamt réttlæti Guðs falla eitthvað svo vel  að tign austfirskra fjalla.

Það var Sigurður Skúlason sem las bókina.  Reyndar gerði hann meira en að lesa, því   um leið léði hann sumum persónum rödd sína. Upplifunin  var eins og að vera í leikhúsi.
 
Myndi er af klettafrú í landi Hoffells.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Þú gleymdir að geta þess að Karamazov bræðurnir eru eftir Fjodor Dostojevski, en það gerir ekkert til, allir ættu að vita það.

Hörður Þormar, 13.7.2021 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 187260

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband