Bölvun múmíunnar ! Fangar á hafsbotni: Ármann Jakobsson

217A2B66-44AE-48AA-8832-BA2BA15CDC44
Bölvun múmíunnar 2

Í fyrri bók Ármanns um bölvun múmíunnar er sagt frá unga fólkinu Júlíu, Maríu og Charlie, sem er rétt að verða fullorðið. Þau hafa stofnað með sér leynifélag til að leysa ráðgátur. Þetta eru skemmtilegir krakkar , sem eiga  það sameiginlegt að vera forvitin. Að öðru leyti eru þau ólík, með sitt sérsvið hvert og eitt. Júlía er tilfinningaveran, María skynsemisveran og Charlie er  tölvunördinn, finnur allt á netinu sem vert er að vita.

Sögusvið fyrri (fyrstu?) bókarinnar er fornminjasafn en þar búa mæðgurnar Júlía og móðir hennar. Í fyrri bók er búið að ræna afar dýrmætum safngrip, þ.e. múmíu Hóremhebs faraós sem var uppi á tímabilinu 1315 til 1292fyrir Krist. 

Auk þess var Júlíu rænt sjálfri. Það var reyndar sviðsett rán en jafn bölvað fyrir því meðan á stóð.

Síðari bókin hefst á því að börnunum er boðið með í heimssiglingu, þeim veitir ekki af því að létta sér upp,  eftir  allt sem á hefur dunið.

Múmía Hóremhebs er enn ófundin . Með í för fræg leikkona, sem er vinkona móður Júlíu. Hún á að líta til með unglingunum af því móðirin sjálf er veik. Þar eru líka Paganell prófessor, sá sem fann múmíuna og eldgaamall,moldríkur auðmaður. Þrímenningarnir eru enn   uppteknir af múmíuhvarfinu og í þeirra augum liggja allir, eða því sem næst undir grun. Á skipinu eru yfir 2000 manns.

Og ekki líður á löngu áður en skrattinn er laus. Börnunum er rænt og nú í alvöru.

Það sem eftir er bókarinnar gerist neðansjávar.  

Um svipað leyti og börnunum er rænt, breytist stíll og taktur bókarinnar. Þessi hluti hennar líkist mest ævintýralegum  vísinda - kvikmyndum sem ég horfði á með sonum mínum í gamla daga og hafði lítið gaman af. Það spretta fram lífshættuleg átök. Ég ætla ekki hér að segja neitt um hver var með hverjum eða hver var óvinur númer eitt. Slíkt á ekki við þegar verið er að fjalla um spennusögu.

Ég yrði ekki hissa þótt enn kæmi ein bók um þríeykið.

Það sem mér finnst skemmtilegast við þessar bækur er að þær eru lúmskt fyndnar. Mér finnst líka gaman að lesa um þegar unglingarnir eru að alhæfa. Sérstaklega þegar þau álykta um samfélagið sem þau búa í. Sem við búum í.

Lokaorð

Þótt það komi efni þessarar bókar lítið við er ég næstum viss um að hún hefur kviknað þegar höfundurinn var að hlusta á viðtal við Þórarin Eldjárn.  Hann var að segja frá uppvexti sínum í Þjóðminjasafninu. Og eitthvað minntist hann á beinagrindur.

 ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 187444

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband