Katrínarsaga: Halldóra Thoroddsen

F19C07A0-2DD9-4DAF-B0E2-E977A2CA6D49

Katrínarsaga

Ég var nokkurn tíma að átta mig á að ég hafði búist við allt öðru vísu sögu. Og ætla að byrja á að segja frá hvernig saga það var. Forhugmyndir eru nefnilega  merkilegt fyrirbæri og  þær  ráða oft meiru um hvað manni finnst um hitt og þetta. Stundum kallaðar fordómar.

Ég hafði búist við  minningatengdri sögu hippatímans, ef til vill uppgjöri við hann, jafnvel einhvers konar afsökun á því að hafa lifað hann, tekið þátt og verið sannfærð.

 

En Katrínarsaga er annað og meira. Vissulega er þetta saga, byggð á minningum og sagt frá lífi Katrínar og nokkurra vina hennar á tímum blómabarnanna. Sagan er sögð út frá sjónarhorni Katrínar og ósjálfrátt lokkast lesandinn  til að trúa  því að Katrín sé nátengd höfundi, jafnvel höfundurinn sjálfur.  

Ég upplifði sjálf þessa  tíma og stóð mig að því að leita að fólki sem ég þekkti meðal vina Katrínar. En það gekk ekki. Ég fann engan.Myndir af fólki birtist eins og flöktandi skuggar á vegg, einungis hugur Katrínar var skýr. 

 

Það var ekki fyrr en ég gerði mér grein fyrir því að þetta er ekki saga einstakra persóna. Ekki  harmræn ástarsaga eða saga um biturleika, þar sem fólk hefur látist blekkjast til að veðja á skakkan pólitískan hest.

Þetta er saga hugmynda. Þá fyrst þegar ég  hafði fattað þetta, naut ég lestursins .

Já,ég meira en naut, ég varð yfir mig hrifin. Saga Katrínar er sem sagt hugmyndasaga með pólitísku ívafi. Ég las og kinkaði kolli í huganum. Já svona var þetta. Já og er.

 

Það sem gerir þessa bók svo skemmtilega, er að höfundurinn er svo glögg á hvað það er sem einkennir hugmyndir og hvernig þær umbreytast í tíðaranda. Hún er svo hnitmiðuð og oft fyndin þegar hún sendir hárfín pólitísk skeyti.

Og það er ekki bara fortíðin sem fær pillur. Þær eru flestar ætlaðar okkur í samtímanum. Nú.

 

Í dag fór ég, sem þetta skrifar, á mótmælafund. Það var verið að mótmæla meðferð Íslands á börnum á flótta. Fundurinn í dag var á  vissan hátt neyðarfundur vegna fjögurra barna sem hafa dvalið hér og slegið rótum en nú hefur verið ákveðið að senda þau úr landi.  

Katrín fylgdi mér á fundinn, ég heyrði rödd hennar. Það er ekkert óvanalegt að persónur bóka dvelji með með mér nokkra hríð eftir lestur.

Í dag rifjaðist upp hugleiðingar Katrínar sem vísuðu beint inn í það sem var að gerast á fundinum.

Katrín segir að Vesturlandabúar séu í raun allir á sömu siglingunni. Á sama skemmtiferðaskipinu. Fargjöldin séu dýr og þægindin mikil . Rekstur  svona skipa er umsvifamikið verkefni.  Það þarf að nýta sér þrælavinnu í öðrum fátækari löndum í öðrum heimsálfum þar sem fólk  kann að vera fátækt. Og það þarf halda uppi hernaði.  Líka í öðrum  heimsálfum. Hernaður er svo peningaskapandi. (Þetta sem hér er haft eftir

Katrínu,  er allt rakið samkvæmt minni. Ókosturinn við hljóðbækur er að það er svo erfitt að finna tilvitnanir í textanum. Ég  biðst forláts ef rangt er með farið).

 

Saga Katrínar er perla, ég á eftir að hlusta oft á hana.

Það er Ásdís Thoroddsen sem les, hún er frábær lesari.

Katrín aðalpersóna sögunnar á eftir að ferðast með mér út ævina.  Held ég.

Það er gott að þurfa ekki að borga fargjaldið fyrir hana.  

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 187199

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband