Búmannsklukka Jóns á Þorvaldsstöðum og hænurnar hennar mömmu

EDD8487F-B2F9-4848-A1A4-BA834218FDE4

Búmannsklukka og hænur

Ég hef verið að reyna að átta mig á umræðunni um að breyta klukkunni. Af hverju blossar þessi umræða stöðugt upp núna í okkar rafvædda samfélagi?

Umræðan un að breyta klukkunni er ekki ný af nálinni. Í ungdæmi mínu (á fimmta tug síðustu aldar)  var sumartími og vetrartími og það þótti sjálfsagt. Reyndar gengu fæstir með klukku og höfðu alla tíð lagað líf sitt að birtunni. Heimils klukkunni var þó breytt  með viðhöfn og búið mál. Líklega hefur þetta komið til vegna útvarpsins. 

Þetta gerðu allir nema Jón á Þorvaldsstöðum, hann átti gullúr í keðju sem hann dró gjarnan upp úr vestisvasanum, trekkti það upp og sagði dálítið drjúgur með sig, fannst mér. Ég breyti aldrei klukkunni, sólin ræður. Aftur á móti er ég með búmannsklukku.Það þýddi að klukkan var alltaf hálftíma of fljót.

Þetta rifjaðist upp af því ég skil ekki alla þessa umræðu um klukku í okkar raflýsta samtíma. Þegar ég var að alast upp var myrkrið umlykjandi  og dimman svört, næstum áþreifanleg.

Úti og inni. Fólk klæddi sig við lampatýru, tók lukt með sér í fjós og fjárhús, eldsmetið var dýrt.

Ég man aldrei eftir því að það væri kvartað vegna myrkursins. Þvert á móti, margir hlökkuðu til skammdegisins. Þá var lítið hægt að gera, það fríaði menn frá amstrinu og   einungis sinnt nauðsynlegum skyldustörfum svo sem skepnuhirðingu.

Karlarnir í dalnum notuðu tímann til að spila lomber, Þeir spiluðu af ástríðu, sumur sögðu fíkn. 

Í minningunni var fólk í gamla daga alls ekki dapurt í skammdeginu, það var sátt og naut lífsins. Það var á útmánuðum sem fólki var þungt í skapi. Mér var kennt að það væri kvíði bóndans. Skyldu heybirgðirnar endast?

Það eru breyttir tímar og kannski er nútíminn svo ólíkur fortíðinni að við getum ekkert af henni lært. Þó býður mér í grun að það sé ekki myrkrið sem kvelur manneskjurnar nú til dags. Ef svo væri ætti rafvæðingin að vera meðalið. Við höfum alveg efni á að brúka meira rafmagn. 

Nei, ég held að það sem hrjáir mannskepnur dagsins sé sífelld krafa um hámarksafköst og hámarksgróða. Það er ekki bara atvinnulífið sem hugsar svo, heldur eru einstaklingarnir  búnir að taka upp hugmyndafræði kapítalismans og gera hana að sinni. Hér myndi e.t.v. hjálpa að segja Þetta er nóg.

Ég óttast sem sagt að það sé ekki nóg að breyta klukkunni. Við þurfum að breyta samfélaginu. 

Það nægði fyrir hænurnar hennar mömmu að setja ljós hjá þeim í skammdeginu. Þær verptu meira, En ég veit ekki hvort þær urðu hamingjusamari.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband