Skiptidagar: Guðrún Nordal

65747036-C9D2-47D3-B929-5EA98FC4640C

Val mitt á lesefni er sjaldan tilviljun. Oftræðst það af spurningum sem bókin kveikir sem ég er að leggja frá mér, stundum ýtir umræða dagsins við mér.

Bók Guðrúnar Nordal, Skiptidagar, ákvað  ég að lesa um leið og ég heyrði af útkomu hennar. Hvort tveggja  var, að ég þekkti til Guðrúnar og að ég hafði heyrt af viðfangsefni bókarinnar, sem var hvorki meira né minna en að skoða hvernig byggja má brú milli fortíðar og framtíðar.

Er þetta mögulegt? Getur þetta síkvika NÚ, sem aldrei stöðvast, gert eitthvað í þessa veru? Það á ekki einu sinni sannfæringuna um mikilvægi verkefnisins. Já,eða nauðsyn.

Kver

Bókin Skiptidagar lætur ekki mikið yfir sér. Hún er 188 blaðsíður og tekur 5 og hálfa klukkustund í hlustun (en þannig tek ég hana til mín).

Guðrúnu finnst sem við stöndum á krossgötum og þurfum að velja okkur leið inn í nýja tíma, tíma sem einkennast af stafrænum lausnum og hver veit hverju. Maðurinn er leitandi vera. Eum leið og hann heldur að hann sé að skapa eitthvað nýtt, bæta heiminn, mótar þetta nýja hann sjálfan,  fyrr en hann varir.

Guðrún er sem sagt að rýna í sannleiksgildi orðanna: fortíð skal hyggja ef framtíð skal byggja, því það hefur fengið holan hljóm. Hún er lærð í íslenskum fræðum  og telur ekki eftir sér að setjast niður við krossgötur breyttra tíma meðan tíminn æðir áfram. Um leið og hún blaðar í gegnum lærdóm sinn skoðar hún eiginn uppruna, arf kynslóðanna og skoðar líf formæðra og forfeðra eins langt og hún kann að rekja. Reynir að spegla sig í örlögum þeirra.

Þótt Guðrún spyrji margra spurninga og stórra er tónninn hófstilltur og lágvær. Mér finnst bókin unaðsleg og hugsa; þessa bók ætti að kenna sem forspjallsvísindi við alla háskóla Ísalands. Um leið fyllist ég efasemdum og spyr út í loftið, eru nemendur komnir með inneign til að þeir geti skilið og notið? Væri kannski betra að skylda alla háskólakennara til að   lesa?

Það er ekki hægt að lýsa þessari bók svo vel sé frekar en ljóði.

Svona eiga fræðimenn að skrifa.

Bókin Skiptidagar kveikir á mörgum perum í höfðinu á mér, það birtir til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst svo mikil feministaslagsíða í bókinni að ég átti erfitt með að lesa hana. Bögglaðist samt í gegnum hana. Til dæmis kemur fram framarlega í bókinni að Auður djúpúðga hafi verið eini landnámsmaðurinn sem skipti máli. Þetta er ekki bók fyrir mig.

Skúli Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.2.2019 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 187190

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband