Fjallið í Kaupmannahöfn: Kaspar Colling Nielsen

2DF2BE0D-EEE8-4EF1-B8D7-0D10DDEB5CE7

Nýlega las ég afar sérstaka bók, sem gerist í óræðum tíma í okkar gömlu höfuðborg , Kaupmannahöfn. Bókin er eftir Kaspar Colling Nielssen (fæddur 1974) og kom út 2011. Nú loksins hefur henni verið snúið á íslensku af Höllu Sverrisdóttur. Ég hrekk við. Mér finnst að ég hefði átt að  fylgjast betur með, ég er jú ágætlega læs á dönsku.

Það er búið að byggja fjall í suðaustur Kaupmannahöfn. Það er 3500 metra hátt, ummálið er 55 kílómetrar og það tók 200 ár í byggingu. Það breytist margt við komu þessa fjalls og sagan segir frá því.

Það er ekki bara það að við þetta eignast Danmörk fleiri tegundir af loftslagi, sem breytir lífríkinu, fólkið og samfélagið breytist líka. Sagan fjallar um allt þetta. Ég var dálitla stund að átta mig á uppbygginu verksins. Hún er tvískipt, annars vegar fjallar hún um fjallið, hins vegar segir hún af fólki. Allt í einu fannst mér sagan vera í laginu eins og jólatré eða keila, það er fjallið. Á það eru hengdar margar smásögur eins og skraut. Líklega hefur þessi myndlíking komið til mín af því jólin nálgast.

Þessar sögur fjalla um undarlega hluti og ekki alla skemmtilega og alls ekki jólalega. Þær eru hver annarri betri og gætu í raun hver um sig staðið sem sjálfstæð smásaga. En fjallið er þarna og þær  tengjast því.

Þó sagan gerist í óræðum tíma, vísar hún greinilega á gagnrýninn hátt inn í danska samtíð. Nú kemur sér illa hve langt er liðið frá útkomu hennar.

Þetta er sem sagt afar spennandi bók bæði að efni og uppbyggingu. Ekki spillir það fyrir mér sem hlusta á hana sem hljóðbók að hún er framúrskarandi vel lesin af Ingunni Ásdísardóttur.

Nú hef ég lofað sjálfri mér því að fylgjast betur með í dönsku menningarlífi og sérstaklega Kaspar Colling Nielssen en hann hefur gefið út fleiri bækur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 187200

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband