Lifandilífslækur: Bergsveinn Birgisson

1898210E-7E40-4395-9A54-DE9BC9EB4D97

Árið er 1784. Það er hörmungaástand á Íslandi, eldgos, hallæri, pestir og ótraustar skipakomur. Það hefur verið rætt um það hjá yfirstjórn Íslandsmála í Kaupmannahöfn að réttast væri að flytja íbúana til byggilegri landsvæðis. Danmörk og Finnmörk hafa verið nefndar. Þó þykir rétt að kortleggja ástandið og gera skýrslu.

Til þessa verkefnis er sendur einn landkönnuður í hvern landsfjórðung. Magnús Árelíus er sendur í Vesturfjórðunginn, hann er hálfur Íslendingur og kann málið, svona nokkurn veginn. Magnús er innblásinn af hugmyndum upplýsingastefnunnar og hugsar sér gott til glóðarinnar að finna hið rétta og sanna. Hann trúir ekki á yfirskilvitlega hluti eða á hindurvitni. 

Sagan segir af rannsóknarferð hans, leiðin liggur úr Húnavatnssýslu og norður á Strandir, allt til Skjaldarbjarnarvíkur á Hornströndum. Ég er kunnug á þessum slóðum og finnst gaman að fylgjast með för hans, sérstaklega þar sem ég hef gengið sjálf. 

Það er greinilegt að höfundur vill höndla andrúmsloft liðins tíma, hvernig hugsaði fólk og hvað sagði hjartað? En mér finnst líka greinilegt að það er annað og meira sem vakir fyrir höfundi. Hann vill tala beint til sinnar eigin samtíðar, til mín og þín.

Skýrsla Magnúsar Árelíusar er hugsuð fyrir stjórnvöld í Kaupmannahöfn. Sama sama gæti átt við um þessa bók, efni hennar kallast á við skýrsluskrif okkar tíma. Nú eins og þá er ekki hægt að sanna allt með “vísendum” (tungutak 18.aldar).

Mér fannst gaman að lesa þessa bók, þótt hún sé um hörmungar og endi illa. Er ég að segja of mikið? Honum tekst vel að lýsa fólki sem er í tengslum við náttúruna, nánast hluti af henni og lýsa  manni sem ætlar að læra um náttúruna utan frá.Hann er ekki einu sinni í góðu sambandi við sjálfan sig. Hann sér sýnir, honum fylgja draugar sem hann trúir ekki á. Hann er jú maður vísinda.Þetta eru afturgöngur harðræðis og misréttis.  Það er ekki fyrr en hann getur rökrætt við þessar verur sem hann öðlast örlítið innsæi um sjálfan sig.

Mér fannst persónurnar (dauðar og lifandi) vel dregnar.

Þessi bók er full af vísunum milli gamals og nýs tíma. Hver er tunguskorna konan? Er hún kannski tákn fjölmiðla sem bannað er að flytja fréttir sem gætu verið óþægilegar fyrir suma?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 187159

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband