10.9.2018 | 21:32
Ævisaga Hans Roslings: Hver var hann?
Stundum er eins og lánið leiki við mann. Þannig var því varið hjá mér þegar ég var að leita mér að bók til að lesa/hlusta eftir á, eftir að hafa legið í rússneskum stríðsbókmenntum í fjóra mánuði.
Ég ákvað að breyta til og velja sænska bók, Hur jag lärde att föstå världen. Hún er eftir og Hans Rosling og Fanny Härgestad. Hún gekk frá bókinni og byggði á efni Roslings og viðtölum sem hún átti við hann. Auk þess notar hún efni sem hann hafði sjálfur skrifað en bókin kom út að honum látnum.
En hver var Hans Rosling? Hann var sænskur læknir og prófessor sem varð heimsfrægur fyrir fyrirlestra sína um þróun heilbrigðismála og lýðheilsu, einkum þann þátt sem sneri að fátækum löndum. Bókin er ævisaga, fyrst gerir hann grein fyrir bakgrunni sínum, segir frá öfum sínum og ömmum sem fæddust, uxu upp og störfuðu í fattig Sverige (fátæku Svíþjóð) og síðan foreldrum sínum sem urðu bjargálna og tókst að koma syni sínum til mennta. Þessi hluti sögunnar er eiginlega nauðsynlegur inngangur, hann lýsir þar hvernig hann lítur á fátækt og þróun. Það er að segja, þróun sem er mögulegt af það eru skapaaðar réttar aðstæður. Það gerðu Svíar á sínum tíma og það eru aðrar þjóðir að gera nú.
Það er svo margt merkilegt sem Rosling segir í þessari bók, uppgötvanir sem hann gerði með því að hugsa og draga ályktanir. Hann segir t.d.frá því hvernig hann fékk áhuga á heimsmálum sem lítill drengur þegar hann er að hlusta á fréttirnar með foreldrum sínum. Það var ekki það sem ég heyrði í fréttunum,heldur hvernig foreldrar mínir brugðust við því. Þá varð mér hugsað til hins nýja íslenska siðar, sem lýsir sér í því að stöðugt er sagt: Þetta þarf að verða verkefni skólanna.
Aftur að bókinni.
Saga Roslings er merkileg. Hún hefst á því að segja frná ungum manni, sem vill láta gott af sér leiða. Hann menntar sig sem lækni og stofnar fjölskyldu. Seinna fer fjölskyldan til Mósambík og þar hann vinnur þar sem læknir í tvö ár. Það er merkilegt að fylgjast með honum og fjölskyldu hans, en merkilegast er þó að heyra frásagnir hans af ályktunum sem hann dregur. Hann kennir manni að hugsa. Seinna tekst honum með hjálp tengdasonar síns og tengdadóttur að gera tölfræði rannsókna lifandi og skiljanlega með vel útfærðri tölvu grafík og verður eftirsóttur fyrirlesari um allan heim. Hingað kom hann 2014 og talaði í Hörpu. Ég var ekki þar.
Þessi bók var kærkomin lesning eftir allar hörmungarnar í rússsnesku stríðsbókunum. Hún er full af bjartsýni. Auk þess er hún er stutt, létt aflestrar og hún skilur mikið eftir.
Eftir lesturinn horfði ég á nokkur myndbönd á netinu með fyrirlestrum Roslings.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 190031
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.