Að segja bless við bók: Stríð og friður

 AF35AB96-DFC8-4CDB-A5C1-DFA7F666ED8C

Það fylgir því viss angist að ljúka bók. Þannig er þessu a.m.k. farið hjá mér. Ég tala nú ekki um, ef bókin er löng og það eru margar persónur sem þarf að kveðja. 

Ég var að ljúka við Stríð og frið eftir Leó Tolstoj. Sagan er í fjórum bókum og hún tekur u.þ.bil 31 klukkustund í hlustun. Bókin kom út í heimalandinu,

Rússlandi, 1865 til 1869, hér á Íslandi 1954. Hún segir frá baráttu Rússa við Napóleon og rússnesku samfélagi þess tíma, þ.e. þeim hluta þess, sem varðar aðalsfólk. Á þessum tíma ríkir enn bændaánauð,bændur gengu kaupum og sölum og Tolstoj, sem var frjálslyndur maður, víkur oft að meðferðinni á bændum. Alls staðar skín þó í gegn, að skilningur hans er takmarkaður. Stundum er umræðan líkarþví, þegar við tölum um, okkur beri vera góð við dýr.

Margar persónur koma við sögu en fá mismikið pláss, sumar hverfa af vettvangi næstum jafnskjótt og þeirra er getið, aðrar loða við út söguna.

Í raun er þetta saga fjögurrafjölskyldna. Þær eru:

Hinir viðsjáverðu Kuragínar.

Hið skemmtilega en síblanka Rostoffólk.

Hin ríka og alvarlega Bolkofskíjs-fjölskylda.

Og svo auðvitað aðalpesónan, Pétur Besukof, sem er einhvers konar rödd höfundar.

Rússneska nafnahefð er erfið, ég tala nú ekki um, ef maður þarf að “lesa með eyrunum” eins og ég. En þegar maður hefur náð utan um þessar ættir veitist lesturinn léttari. 

Sagan fjallar ýmist um daglegt líf þessara fjölskyldna eða um það sem er að gerast á vígstöðvunum, en allar fjölskyldurnar tengjast stríðinu.

Þegar Tolstojfæðist, eru einungis fjórtán ár liðin frá því að Napóleon yfirgaf Rússland, drengurinn hefur því eflaust alist upp við umræður um þessa afdrifaríkuatburði.Og seinna þegar hann tók til að skrifa Stríð og frið, hafði hann enn góðan aðgang að fólki sem mundi stríðið eða hafði beinlínis tekið þátt í því. Mér finnst umfjöllun Tolstojsum stríðið afar fróðleg og er í raun sama um hvort allt er nákvæmlega rétt. En á vissan hátt er gaman að sjá hvernig friðarsinninnTolstoj tekst á við þetta verkefni. Það er greinilegt að hann vill draga fram grimmd og hörmungar stríðsins, þó leynir sér ekki, að hann á sér sínar hetjur, eins og Kuluzofhershöfðingja. Snilldarlega vel dregin persóna. Persónusköpun Tolstojs er óviðjafnanleg.

En það fer ekki hjá því, eftir að hafa lesið slíka bók, að maður hugsi um fyrirbærið stríð fyrr og nú. Vopnin hafa breyst og líklega hefur föllnum hermönnum fækkað. Það er minna barist í návígi. Í dag er augljóst að stríð bitna fyrst og fremst á almennum borgurum. En ég held að það sé blekking að halda að fyrri tíma styrjaldir hafi ekki bitnað á almennum borgurum.

Herir fyrri tíma fóru eins og logi yfir akur, rænandi og ruplandi. Það var beinlínis ætlast til þess. Rétt eins og hermönnum okkar tíma er eira engu, hvorki lifandi né dauðu.

Ég vildi að ég gæti sagt skilið við stríð en haldið friðnum og dvalið með Pétri og Natösjuá búgarði þeirra og jafnvel aðstoðað þau við bústörfin. En það er auðvitað ekki hægt. Í staðinn fer ég inn í minn heim og fylgist með árásunum á Idlib.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 187116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband