Einkaparadísin hrundi: Clauia Pineiro: Torsdagsänkorna

Claudia Pineiro 

Ég fékk þessa bók alveg óvænt upp í hendurnar, hafði aldrei heyrt höfundinn nefndan á nafn en konan sem lánaði mér hana sagði að kannski væri þetta einmitt bók fyrir mig. Bókin er á sænsku en hún er eftir argentínskan höfund. Þegar maður slær nafninu  upp á netinu virðis hún vera þó vel þekkt í hinum spænskumælandi heimi.

Nafn bókarinnar vísar til nafngiftar sem lítill hópur kvenna hafði gefið sjálfum sér, vegna þess að þær voru alltaf yfirgefnar af mönnum sínum á fimmtudögum en þá skemmtu þeir sér saman. Þetta var auðvitað í gríni gert, vísaði til nafngiftar sem er notað um konur golfspilara.  

Sagan segir frá lífinu í hverfi eða svæði sem er afgirt og varið fyrir óviðkomandi, þangað komast engir nema með leyfi hliðvarða. Þarna býr vel stætt fólk sem er búið að fá nóg af stórborginni, vill búa öruggt og fínt og er tilbúið að borga fyrir það. Allar aðstæður eru sniðnar að þörfum íbúanna, meira að segja náttúran er "lagfærð", það er skipt um grastegund í grasflötunum á vorin til að fá gras með réttum lit. Öll náttúran er tilbúin. Þetta er semsagt frásaga frá sérheimi efnafólks í landi sem ég veit lítið um. Auðvitað notaði ég tækifærið og las mér til á netinu.

Argentína er stórt land, þar búa yfir 41 milljón  manneskjur og ólíkt því sem gerist í öðrum löndum Suður Ameríku eru hvítir íbúarnir í miklum meiri hluta. Þetta er í raun ríkt land en 2001 fór að efnahagur landsins í rúst og þar varð hrun ekki ólíkt því sem við þekkjum. Þeir áttu líka sína búsáhaldabyltingu og það eru einmitt þetta efnahagsástand sem er bakgrunnur þessarar sögu þó það sé ekki fjallað um það beint.

Fólkið í Altos de la Casaa var allt svo öruggt að fólkið læsti ekki einu sinni húsinu heima hjá sér. Ef einhver vandamál komu upp hjá börnunum voru þau leyst innan svæðisins. Fólk hjálpaðist að. Og þegar það fór að harðna á dalnum hjá fólki var ekki talað um það heldur látið sem allt væri í stakasta lagi, það kemur ekkert fyrir hjá okkur. En þegar ósköpin dundu yfir og augu Virginíu, sögumanns sögunnar opnuðust, vernduðu ekki vopnaðir verðir og girðingar, paradísin hrundi innan frá.

Í bókarlok eru sumar fimmtudagsekkjurnar orðnar raunverulegar ekkjur. Þetta er nístandi saga um varnarleysi þeirra sem búa við falskt öryggi.

Mikið er ég heppin manneskja að fá þessa bók allt í einu upp í hendurnar og fá að kíkja inn í veröld sem er svo langt í burtu, fá örlitla  innsýn í annan menningarheim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 189003

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband