Kákasusgerillinn


2C2482B9-E281-4C59-94D7-8D0332413597Kákasusgerillinn
er fjórða bókin sem ég les eftir Jónas Reyni Gunnarsson. Mér finnst  hann slá nýjan og sérstakan tón í bókum sínum. Það gerir hann með því að lýsa samtímanum á raunsæjan máta. Hér og nú.  

Kákasusgerillinn segir frá fjölskyldum Eiríks og Báru. Þetta virðast  vera  ósköp venjulegar fjölskyldur sem hugsa vel um börnin sín. Eiríkur elst upp hjá einstæðri móður.  Hann veit lítið sem ekkert um föður sinn, nema að hann er útlendur og heitir Mendez. Hann veltir þessu lítið fyrir sér en finnst að það hefði verið betra ef hann hefði heitið venjulegu nafni eins og til dæmis Magnús. Hann langar ekki til að skera sig úr. Þegar hann er fimm ára eignast hann litla systur, sem honum þykir afar vænt um. Það er pabbi hennar sem gefur honum myndavél. Það gerist eftir að  mamman hafði lengi nöldrað í honum að sinna föðurhlutverkinu betur.  Þessi myndavél á eftir að valda straumhvörfum í lífi hans.

Fjölskylda Báru hugsar einnig vel um hana, ber hana á  höndum sér. Afi hennar sinnir henni líka, fer með hana í sund. Henni finnst gaman að horfa á beru karlana í sturtunni. Henni líður vel með fjölskyldu sinni,finnst best að læra í eldhúsinu. Hún er hugfangin af efnum, sér í lagi þeim sem fólk lætur ofan í sig til að breyta líðan sinni. Hún á auðvelt með nám og við lok 7. bekkjar fær hún verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þegar hún stendur uppi á sviðinu og tekur við verðlaununum finnur hún til tómleikatilfinningar. Eftir það fer allt að breytast. Henni gengur þó enn vel í náminu. Velur íslensku sem aðalgrein í Háskólanum og heldur úti hlaðvarpi.

Það var út af hlaðvarpi sem Bára rekst á móður Eiríks. Hún er enn að velta fyrir sér efnum sem fólk lætur ofan í sig. Man eftir gömlu viðtali við hana þar sem hún lýsir gerlinum og langar til að segja frá honum í hlaðvarpinu sínu.  

Mér finnst þó sem lesanda að henni hefði átt að ganga enn betur í náminu. Líklega hafa foreldrarnir hugsað það sama.

Úr hugarheimi

Það sem gerir þessa bók  svo sérstaka er ekki líf Báru og Eiríks, heldur hversu vel höfundi tekst að lýsa því sem gerist í hugarheimi þeirra. Hann er hér að lýsa nýrri kynslóð. Kynslóð sem ég ætti að þekkja í gegnum barnabörnin mín. En ég veit lítið um þennan hættulega heim. Hann virðist vera lúmskur og líklega hættulegur.

Lokaorð

Höfundur lýsir þessum heimi sem ég veit lítið um. Er erfiðara að vera ungur í dag en þegar ég var ung og lífsbaráttan var eða virtist vera erfiðari?  

Nú einkennist líf ungs fólks af því að þau standa frammi fyrir endalausu vali. Já kröfum, Bára hatar töluna tíu, það einkunnin sem allir ætlast til að hún fái.  

Kákasusgerillinn eins og ég þekkiti hann

Ég get ekki skilið við Kákasus gerilinn án þess að rifja upp hvernig ég minnist hans.  Móðir mín átti einn slíkan. Hann var geymdur í sprunginni og spengdri    leirkrús í eldhússkápnum. Hver sem var gat fengið sér súrinn og bætt mjólk við í staðinn. Mér fannst hann betri en skyr. Ég man sérstaklega eftir því þegar nágrannakona okkar, Guðlaug Pálsdóttir, kom í heimsókn. Hún var veik í maga og gat ekki borðað hvað sem var. Mamma dró fram krukkuna með gerlinum. Guðlaug vildi prófa hvort hann væri góður fyrir sig og  bað mig að ná í grænmeti til að nota með honum. Þetta var áður en fólk fór almennt að rækta grænmeti. Guðlaug sagði að arfi færi vel í maga. Ég var send út til að ná í arfa. Þetta borðaði hún svo með bestu lyst. Ég smakkaði á þessu líka og fannst það ágætt.

Til baka í bókina og nútímann

Ég mæli eindregið með þessari bók. Hún bregður upp mynd af samtímanum, lífi ungs fólks. Sjálfsmyndin er að verða til, ábyrgðin er að færast frá foreldrum til barnsins.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband