Auður Ava Ólafsdóttir: Eden

 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1EEden

Ég hef ákveðið það með sjálfri mér, að hugsa og tala um bækur eins og þær séu fólk, lofa þær ekki né lasta , hvað þá afgreiða þær með innihaldslausum stigbeygðum lýsingarorðum. Ég hugsaði um þetta meðan ég var að lesa Eden, bók  Auðar Övu. Hún yljaði mér um hjartaræturnar og fann að frumurnar í heilaberkinum  stungu sér kollhnís.

Sagan er um  konu í sem er hálærð í málvísindum.  Hún hefur sótt  fyrirlestra og ráðstefnur víðsvegar í heiminum um tungumál í útrýmingarhættu. Hún kennir við Háskólann en hefur misstigið sig á framabrautinni. Átti í of nánu sambandi við nemanda sinn. Á leiðinni heim eftir ráðstefnu  um tunguál í útrýmingarhættu opnast henni ný sýn á heiminn og á lífið.  Það sem hún sjái jörðina frá geimnum og hún sér hvernig allt tengist. Fyrir  tilviljun sér auglýsingu um land og hús til sölu. Hún tekur eftir auglýsingunni af því í henni eru þrjár stafsetningavillur.

Hún þekkir til eigandans, glæpasagnadrottningarinnar, af því hún hefur lesið yfir bækurnar hennar fyrir forlagið sem hún vinnur fyrir. Þarna kemur fram þetta séríslenska fyrirbæri, allt spyrst út og allir þekkja til allra.

 Í framhaldi af þessu segir hún upp stöðu sinni í Háskólanum og hefst handa við að gera við húsið og  rækta  upp þetta hrjóstruguga land sem hún er eigandi að. Það er eins og hún hugi ekki Þetta bara gerist bara.

Þessi litla saga segir frá svo mörgu.

Við fáum að kynnast fjölskyldu hennar, móður sem er dáin og föður sem er lifandi og nágranna hans Hlyn. Hún kynnist fólkinu í nálægu þorpi og fær hlutverk við að kenna innflytjendum. Píparaarnir sem gera við lögnina hjá henni er líka útlendingar í leit að betra lífi.

Það er þó ekki þessi litla hetjusaga sem gerir þessa bók dásamlega, það er hvernig hún leikur sér með tungumálið, með orðin. Það er eins og merking fyrstu málsgreinar Jóhannesarguðspjalls,“í upphafi var orðið,“ ljúkist upp fyrir mér.

Það er furðulegt hvað rúmast í þessari litlu bók. Hún er aðeins 226 bls. og tekur 4.kls. og 43 mínútur í hlustun.

Bókin er eins og ljóð, það má lesa hana oft. Ég hef þegar lesið/hlustað á hana tvisvar.

Það er eins og að vinna stóra vinninginn í happdrætti lífsins að lesa slíka bók.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 187116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband