20.11.2022 | 16:55
Þormóður Torfason eftir Bergsvein Birgisson
Hver var þessi Þormóður Torfason?
Það gladdi mig ósegjanlega, þegar ég sá að það var búið að lesa inn nýja bók eftir Bergsvein Birgisson. Bókin er um mann sem er fæddur á 17. öld, þessari myrku öld galdra og dómhörku. Við vitum svo lítið um þessa öld. Ég tala auðvitað bara fyrir mig .
Þormóður Torfason var fæddur í Engey 1636 og dó í Noregi 1719. Bergsveinn rekur ævi hans út frá heimildum, sem eru takamarkaðar og prjónar við eftir því sem honum finnst líklegt út frá stöðu hans og tíðaranda.
Glæst braut
Þormóður fór til náms í Skálholtsskóla og þótti afbragðs námsmaður. Þaðan fór hann til náms í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa lokið námi þar, hóf hann að vinna að því að afrita handrit.
Þetta var á þeim tíma sem Svíar og Danir tókust á um hvorir ættu að vera forystuþjóð á Norðurlöndum og augu manna höfðu opnast fyrir því að Íslendingar höfðu skrásett ýmislegt sem sem vitna mátti í til að styrkja stöðu sína. Þormóður sat sem sagt við að afrita Flateyjarbók og þýða yfir á dönsku. Efni Flateyjarbókar var þá pólitískt og brennheitt. Á tímabili var Þormóður meira að segja kominn með skrifborðið sitt inn í höll konungs, sem þá var Friðrik 3. Sá hinn sami sem var fyrstu til að gerast einvaldskonungur yfir okkur. En eitthvað fór úrskeiðis hjá Þormóði. Hann kunni sig ekki fór flatt á hirðsiðunum að haldið er. Hefði ef til vill ekki átt að lesa upp úr Bósasögu fyrir hirðmeyjarnar. Við vitum það ekki. En allt í einu er honum varpað á dyr, án skýringa og gert að flytja til Noregs með illskiljanlegt embættisbréf. Þar hófst nýr kafli í sögu hans. Þormóður festi ráð sitt í Noregi en ég ætla ekki að rekja þá sögu frekar hér. Í staðinn langar mig að tala um það sem mér finnst vera best gert í þessari sögu, en það er lýsing á tíðaranda og hugmyndaheimi þessa tíma. Völdin eru Guðs gjöf og þar með stéttaskiptingin. Stéttaskipting réðist af ætt og eignum. Flestar sögur frá fyrri tímum fjalla um fólk úr efstu lögunum. Fátæklingar koma lítt við sögu nema þeir gerist brotlegir við lög. Sama má segja um konur. En það er hægt að geta sér til. Í lýsingu Bergsteins á Þormóði er honum lýst sem sundurgerðarmanni í klæðaburði. Það er til af honum mynd (sjá Wikipediu) þar sem hann er uppstrílaður en karlmenn höfðu leyfi til að punta sig meir þá en nú.
Að prjóna við
Ég hef áður sagt að þar sem heimildum sleppir, þá prjónar höfundur við, leiðir líkur að. Þetta kemur ekki að sök því höfundur leyfir lesendum að fylgjast með röksemdafærslunni og hefur þar með leyfi til að hafna eða samþykkja.
Þarna hefur Bergsveinn sama hátt á og í bók sinni, Svarta víkingnum.
Bókin kom fyrst út í Noregi, það var Vésteinn Ólason þýðir hana á íslensku.
Hljóðbókin er lesin af Árna Blandon. Hann er traustur lesari.
Myndin af hreindýrunum er tekin af Arnaldi Sigurðssyni austur í Breiðdal.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 188989
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi fer á hinn allt of langa lista "ætla einhvern tíman að lesa". Heyrði einhverntíman lestur Bergsveins í útvarpi á sögu eftir sig, man ekki nafnið. Las einnig svar við bréfi til Helgu.
Bergsveinn minnir mig talsvert á Þórberg, sem á að vera hrós.
Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 21.11.2022 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.