Blaðalestur

718880C2-365B-4FDF-9E0B-94ECF54BBB69Blaðalestur

Um nokkurt skeið hef ég ekki lesið blöð. Ég get ekki sagt að það hafi verið mér þungbært miðað við annað sem ég hef farið á mis við vegna sjónskerðingar minnar. En þó?

Nú hef ég fengið hjálpartæki sem gerir mér kleyft að lesa texta. Það er hægt að stækka upp heilar eða hálfar síður. Hingað til hef ég einungis   notað tækið  til að lesa ljóð, þau henta vel því stuttar línur er eitt af því sem gerir texta læsilegan. Nú  datt mér í hug að ég ætti aftur að hefja blaðalestur, svo ég ákvað að reyna.

Fyrst var að æfa mig, gera tilraun. Fyrir valinu varð Helgarútgáfa Fréttablaðsins  10. september.

Æfingin

Þegar dagblöð eru lesin með hjálp stækkarans, þarf maður að taka blaðið í sundur og  brjóta það síðan í hæfilegar einingar til að leggja undir stækkarann. Þannig fær maður nokkurn veginn yfirsýn yfir hálfa síðu í senn. En Fréttablaðið er að magninu til myndir og aftur myndir plús  auglýsingar. Ég ákvað að sleppa auglýsingunum alveg. Þannig slapp ég við  að skoða fjöldann allan af síðum.

Hvað gaf þetta mér svo?

Í þessu blaði voru nokkrar frásagnir eða viðtöl við einstaklinga sem sögðu frá lífi sínu eða  lífsreynslu sem það hafði orðið fyrir. Ég þori næstum ekki að segja það, að ég sneiði yfirleitt hjá slíkum viðtölum. Ég vil að blöð fjalli um pólitík, aflabrögð, stöðu krónunnar og ef til vill náttúruhamfarir og heyskap. Í þetta skipti lét ég mig hafa þð að lesa þessar fréttir af fólki, því ég var að æfa mig. Það glaðnaði þó yfir mér þegar röðin kom að frásögn um Britney Spears. Hún er undantekning frá reglunni að lesa ekki um einstaklinga.  Því fylgir saga.

Á hjólaverkstæðinu.

Ég er afar illa að mér um frægt fólk sem gerir það gott í tónlistarbransanum. Ég hef þurft að þola háð fyrir þetta heima fyrir þar sem fjölskylda mín er afar vel að sér um allt sem þetta varðar. Allt límist inn.

Fyrir nokkrum árum þ
urfti ég að láta gera við reiðhjólið mitt, Meðan ég beið þarna á hjólaverkstæðinu eftir að borga, rek ég augun í umslag sem hengt var á vegg. Á því  stóð: Söfnum fyrir Britney Spears. Það virtist sem að það hefði þegar safnast þó nokkuð  fé, því umslagið  virtist troðfullt. Ég spurði viðgerðarmanninn hver" þessi kona væri.  Hann sagði mér í fáum orðum deili á henni og hvaða órétt hún þyrfti að þola. Þetta sagði hann án þess að skensa mig. Fyrir það var ég þakklát. Líklega sá hann sem var að ég var bara illa upplýst gömul kona. Í frásögninni um Britney Spears  í Fréttablaðinu núna, var sagt frá áralöngum erfiðum veikindum og frelsissviptingu tónlistarkonunnar. Þetta virðist þó ganga skár hjá henni núna, því hún er á fullu að sinna list sinni.

Til baka í lestrar-æfinguna. Annað sem vakti athygli mína var afar vönduð mynd af Karli II Bretakonungi eftir Gunnar. Það fylgir því aukaerfiði að skoða myndir, því þá þarf að breyta stillingu á græjunni. Fyrir neðan myndina af Karli var grein eftir Sif Sigmarsdóttur, sú grein hafði farið fram hjá mér við fyrstu yfirferð í gegnum blaðið. Í greininni fjallar Sif um ógnina sem stafar af flokkum sem gæla við nasisma. Sporin hræða.

Lokaorð

Þessi lestraræfing gerði mér gott. Mér fannst hann vera skref í áttina að því að vera virkur og ábyrgur þjóðfélagsþegn. En ég var búin að gleyma hvað blöð eru sóðaleg, ég varð alveg svört um hendurnar og þurfti að nota bæði sápu og bursta til að ná því af mér. þetta sem ég segi hém ég segi hér er ekk nein úttekt á Fréttablaðinu, þetta var einubgis tiltaun mín til að ná tökum á því að nota nýtt hjalpartæki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður getur verið með upp í fimmfalt stærri texta í Firefox-vafranum, sem nægir trúlega öllum sem ekki eru blindir. cool

Firefox

Þorsteinn Briem, 16.9.2022 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 189263

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband