Dagbók úr fangelsi Sigurður Gunnarsson

2C2482B9-E281-4C59-94D7-8D0332413597Dagbók úr fangelsi  

 Það er aldrei einfalt að ljúka bók og velja nýja. Fyrst þar f maður að kveðja  þá sem er búin, síðan hefst leitin að nýrri.  Bækur hafa margvís leg áhrif á líðan, þær  gleðja, fræða, róa og eru góðar til að sofna útfrá. En fyrst og fremst hafa þær þó sögu að segja sem þú getur speglað þig í.

Vandinn við að velja bók við hæfi.

HBS birtir jafnóðum lista yfir bækur sem hafa verið lesnar inn og auðvitað hefur það líka áhrif á valið. Þegar ég sá að lesin hefði verið inn Dagbók úr fangelsi, hvarflaði ekki að mér að lesa hana, datt ekki í hug að þetta væri bók fyrir mig. Ég hef svo sem oft lesið frásagnir um fangelsisdvöl og nú síðast  bókina Ef þetta er maður eftir Primo Levi. Ég hef enn ekki sagt frá henni hér, er að safna kjarki. Áður í sumar las ég  bókina Istanbúl Istanbúl eftir Burhan Sönmez.

En síðan varð forvitnin yfirsterkari: hvernig skyldi lífið vera í íslensku fangelsi?

Og þar með var áhugi minn vakinn.

Litla Hraun

Bókin er eftir Sigurð Gunnarsson. Hún er eins og titillinn segir, dagbók. Dagbókin rekur  það sem á dagana dreif nokkurn  veginn frá degi til dags þessa fimm mánuði sem fanginn situr inni. Við þetta bætast ýmis fylgiskjöl, svo svo sem bréf sem höfundur skrifar fyrir samfanga sína og hans eigin bréf. En fyrst og fremst er dagbókin hugleiðingar höfundar um samskipti hans við aðra fanga og  við fangaverði. Bókin er gagnrýni á fangelsið,  margt gæti verðið betra, oft er réttur fanganna ekki virtur og auðvitað eru fangelsi algjör vitleysa. Hver verður betri maður af því að vera í fangelsi? Auk  þess kosta fangelsi heilan helling og þeim peningum væri betur varið til að gera ýmislegt annað. Ég held að það sem segir hér að framan, sé nokkurn veginn það sem Höfundur leggur áherslu á. Hann er fullur af réttlætiskennd. Hann er vel að sér og vill að það sé farið að lögum. Oft aðstoðar hann samfanga sína  þegar ágreiningur kemur upp í samskiptum þeirra við fangelsisyfirvöld.

Ég var hissa á því hversu oft þetta snerist um vinnu innan fangelsisins. Það virðist vera skortur á vinnuframboði og fangar vilja gjarnan vinna þótt kaupið sé lúsarlega  lágt.

En það er ekki allt neikvætt við að vera í fangelsi. Sigurður hefur gaman af tónlist og talar oft um það sem hann er að hlusta á og og hann tekst einnig á við að þýða bók. Það skín við í gegnum alla frásögnina að hann vill láta gott af sér leiða.

Gamall kunningi

Ég var ekki komin langt inn í bókina þegar ég áttaði mig á því að ég þekkti höfund bókarinnar. Hann tilheyrði nemendahópnum frá því ég var í Uppsölum 1977-1980. Auðvitað breytti þetta upplifun minni af lestrinum. Ég varð jákvæðari og hugsað nú með sjálfri mér þegar mér fannst hann vera að sökkva í dý neikvæðni. Framan af lestrinum hafði ég oftar en einu sinni látið það fara í taugarnar á mér hversu neikvæður höfundur var út í starfsmenn fangelsisins og yfirstjórn fangelsismála og túlka allt á versta veg, en eftir að ég vissi hver maðurinn var, hugsaði ég bara  æ, æ, Siggi.

Ég vissi sem er að öll ákvarðanataka í stjórnkerfinu er sein í vöfum, svo ekki sé meira sagt. Mér fannst oft  túlkun hans jaðra við ofsóknarfælni. En það er ekki mitt að koma með greiningar á fólki og fella dóma. Ég á að halda mér við að skilja bækur mínum skilningi og til þess er ég að skrifa þessa pistla. Oft vantar fé til úrbóta.

Þótt bókin sé í dagbókarformi og því eðlilega full af endurtekningum, er hún skemmtileg aflestrar. Það er greinilegt að að Sigurður er góður penni.

Það er Árni Blandon sem les, hann er úrvalslesari.

Lokaorð

Ég nefndi hér að framan þær bækur sem gerast í fangelsum, sem eru mjög ólíkar því sem lýst er í þessari bók. Önnur bókin, Ef þetta er maður gerist í útrýmingarbúðum. Hin gerist í tyrknesku fangelsi, þar sem reynt er að pína fólk til sagna. Auðvitað er slíkt ekki til á okkar litla Íslandi. (Ekki lengur). Eina bók hef ég þó lesið sem gæti verið sambærileg við þessa. Hún heitir 30 dagar í Sunnefjord og er eftir Vigdis Hjort. Þar lýsir hún lífi sínu í fangelsi þegar hún sat inni fyrir umferðalagabrot. Það var mikið áfall fyrir hana, því hún er þjóðþekktur einstaklingur. Gagnrýni hennar í bókinni beinist fyrst og fremst að henni sjálfri. Hún er full af skömm. Já bækur eru alltaf hver annarri ólíkar, eins og fólkið sem skrifar þær. Allar auka þær okkur skilning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 187226

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband