23.6.2022 | 18:34
Í útlegð: Joseph Roth
Í útlegð eftir Joseph Roth inniheldur tvö verk: Helgisaga drykkjumanns og Mannsandinn brenndur á báli.
Sagan um heilaga drykkjumanninn er skáldsaga en skrifin um bókbrennurnar er ritgerð.
Sagan um heilaga drykkjumanninn
Fjallar um líf drykkjumanns sem sefur undir brúnum í París. Hún hefst á því, að til hans kemur snyrtilega klæddur maður sem gefur honum peninga. Upphæð sem um munar. Drykkjumaðurinn vill ekki skilgreina sig sem betlara, hann er stoltur fyrrverandi námuverkamaður. Gjafmildi herramaðurinn segir að hann geti endurgreitt peninga til dýrlingsins Theresu litlu. Þetta reynist þó þrautin þyngri, áfengið heimtar sinn toll í réttu hlutfalli við peningana í vasanum. Eitt kraftaverkið tekur við af öðru en alltaf fer á sama veg. Þó má túlka söguna sem svo að Theresa fái sitt að lokum.
Bókabrennur
Þeir sem brenna bækur enda á því að brenna fólk, er haft eftir Heine. Joseph Roth leggur út af þessari setningu í ritgerðinni og vísar til þess að mannsandinn búi í bókum og því sé verið að brenna það dýrmætasta sem við eigum. Hann fullyrðir að með því að ráðast gegn Gyðingum séu Þjóðverjar að ráðast gegn sjálfum sér, því allt það mesta og besta í menningu þeirra og vísindum sé frá þeim komið. Síðan telur hann upp fjölda nafna. Loks ræðir hann um Evrópu sem heild og brýnir fyrir þeim að með því að láta þetta óátalið séu þeir meðsekir. Þetta er þörf ábending til okkar enn í dag.
Um höfundinn.
Jóseph Roth er fæddur 1896 í þorpinu Brodi, sem þá tilheyrði Austurísk-Ungverska- furstadæminu, en er nú í Úkraínu. Foreldrar hans voru Gyðingar. Hann fékk klassíska menntun þangað til hann gekk í herinn í fyrri heimsstyrjöldinni sem liðsmaður austurísk-ungverska- keisaradæmisins þessa eina föðurlands sem ég hef átt, er haft eftir honum. Eftir stríðið sneri Joseph aftur til Vínar og hóf að skrifa í blöð og tímarit. Auk þess skrifaði hann skáldsögur. Síðan settist hann að í Berlín og hélt áfram ritstörfum. Þegar Hitler kemst til valda flýr hann Þýskaland og fer til Parísar þar sem hann hélt áfram skrifum sínum.
Þar dó hann síðan 1939.
Lokaorð
Það var merkilegt að lesa þessa bók. Hún er ekki bara góð, hún knýr mann til að rifja upp sögu Evrópu og skoða hvernig landamæri og þjóðríki hafa riðlast í kjölfar styrjalda. Allt bitnaði þetta á fólkinu sem bjó þar, ekki síst þeim sem ekki kölluðust þjóð, svo sem Gyðingar. Nú er ég komin langt út fyrir efnið.
Hingað heim
Það er Jón Bjarni Atlason sem þýðir þessa bók og Jóhann Sigurðsson les hana fyrir okkur sem notum og njótum HBS þ.e. Hljóðbókasafn Íslands.
Myndin er fra Berlín
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 189267
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.