Kjörbúðarkonan: Sayata Nurata

45F76CE0-14D0-4B1C-B2E1-D9DA41DF3769

Kjörbúðarkonan

Það er nær pottþétt að velja sér Angústúru bók, ef maður  er að velja sér bók að lesa. Þær opna oftast fyrir þér nýjan heim. Samt kom Kjörbúðarkonan eftir Sayata Nurata mér á óvart. Hún heillaði mig.

Hún segir frá ungu stúlkunni Keiko Furukura sem er enn í menntaskóla. Á leið sinni heim úr skólanum villist hún inn í hverfi sem hún þekkir ekki og þar sér hún að það er auglýst eftir afgreiðslustúlku. Hún slær til og sækir um.

Handbók kjörbúðarinnar

Keiko hefur átt í erfiðleikum með að læra á heiminn, hún skilur ekki til hvers er ætlast af henni og hefur því valið þann kost að vera sem mest ein. Þegar hún kemur til starfa (hún er í hlutastarfi) þarf hún að vera á námskeiði. Henni er fengin í hendur bók, handbók verslunarinnar, þar sem nákvæmlega er sagt frá því hvað hún á að gera, hvernig hún á að haga sér. Það sem stendur í handbókinni verður henni opinberun.  Nú veit hún hvernig henni ber  að vera. Og ef hún er í vafa um eitthvað , getur hún flett því upp. Loksins líður henni vel.

Lífið er ekki bara kjörbúð

Þegar hún er búin í skólanum heldur hún áfram að vinna í búðinni. Hún flytur að heiman og fær sér íbúð. Þegar hún er búin að vinna 16 ár í kjörbúðinni skynjar hún að fólki finnst að það sé engan veginn eðlilegt fyrir konu á hennar aldri að vinna endalaust í kjörbúð. Hún þarf að gifta sig og eiga börn eða fá sér starf sem er hærra metið. Allir virðast vera sammála um þetta. Ekki bara vinkonurnar og foreldrar hennar, heldur líka yngri systir hennar sem skilur hana og hefur oft leiðbeint henni.

Ekki bara í Japan

Ég játa að framan af lestrinum hugsaði ég „svona er þetta í Japan, Ísland er öðru vísi“. Eða ég hugsaði, „Þessi stúlka er greinilega á einhverfurófinu. Líklega Azberger“. Samt sem áður læddist að mér sú hugsun að Nurata væri ekki bara að skrifa um lífið í kjörbúðum. Að kjörbúðin stæði fyrir eitthvað annað og meira. Og mér leið ónotalega.

Vantar okkur handbók?

Auðvitað þarf ég ekki að hafa miklar áhyggjur af mér og minni aðlögum, ég hef fyrir löngu lært það sem ég kem til með að læra í samfélagi sem var allt öðru vísi þá en nú. Komin á grafarbakkann. Kannski hef ég aldrei lært að haga mér. Heimurinn í dag er þó miklu flóknari og það er meira frelsi. Og því meira frelsi því meira þarftu að kunna.

Lokaorð

Mér fannst  þetta merkileg bók. Hún vekur áleitnar spurningar. Eins og:

Hvernig lærir maður að laga sig sem best að samfélaginu sem maður býr í ?

Og

eigum við að laga okkur að því?

Eða

Þá hverju?

 Myndin er af hófsóleyjum á árbakka og kemur ekki efninu við: Einungis til að gleðja augað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 187449

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband