27.5.2022 | 21:42
Markús: Á flótta í 40 ár: Jón Hjaltason
Markús: Á flótta í 40 ár
Sagnfræðingurinn, Jón Hjaltason segir, að hann hafi einhvern tíma látið það út úr sér, að besta Íslandssagan, og sú sem fólk væri líklegt til að lesa, væri ævisagan. En þá þyrfti skrifa ævisögur þriggja einstaklinga af ólíkum stigum. Á þennan hátt mætti fanga ríkjandi hugarfar, stjórnarfar og efnahag. Auðvitað sagði hann þetta ekki svona, þetta er túlkun mín á hans texta. Eftir að hafa sagt þetta tók hann til við að safna gögnum. Síðan tóku önnur verkefni við.
Og nú tekur Jón Hjaltason sjálfan sig á orðinu og skrifar þá fyrstu bokina. Hún segir okkur sitt hvað um 19. öldina sem er forvitnileg, því hún liggur svo nærri okkur í tíma. Afar mínir og ömmur voru fædd á þessari öld. Þau sögðu mér ýmislegt beint, annað höfðu foreldrar mínir eftir þeim. Mest lærði ég þó af föðurömmu minni, sem bjó á heimilinu.
Markús Ívarsson
Jón velur sér Markús Ívarsson sem viðfangsefni. Hann segist hafa rekist á hann þegar hann var að skrifa sögu Akureyrar. Markús er fæddur árið 1833 að Torfum í Eyjafirði. Jón telur að uppeldi hans hafi ekki verið verið frábrugðið því sem þá tíðkaðist.
Hann var sonur efnalítlla foreldra sem flosna síðan upp. Frá 8 ára aldri er Markús hjá vandalausum og verður loks vinnumaður. Hann er vel að manni og virðist hafa haft mikla kvenhylli. Hann eignaðist 15 börn með 8 konum. Það var þó ekki þess vegna sem hann komst í kast við lög, heldur hitt að hann var uppvís að því að stela kindum. Hann var dæmdur í tvígang. Í annað skipti í fangelsi í Kaupmannahöfn og í hitt skipti flúði hann úr fangelsi áður en dómur var upp kveðinn. Þá hvarf hann í 40 ár.
Dæmisaga
Í bókinni rekur höfundur sögu Markúsar og gerir grein fyrir samferðafólki hans. En af og til rýfur hann frásögnina með því sem hann kallar millikafla þar sem hann segir frá kerfinu sem þá gilti og skýrir orð sem koma fyrir í textanum.
Heimildavinna
Öll sagan er rakin samkvæmt heimildum. Hann segir frá heilmildum sínum jafnóðum. Þetta gerði að ég sem lesandi fannst ég vera á vissan hátt þátttakandi í þessari rannsóknarvinnu. Að sjálfsögðu vísar hann
til annarra fræðimanna og oft sendir hann þeim pillu um að þeir hafi fullyrt of mikið, alhæft á grundvelli of lítilla rannsókna.
Mín upplifun
Mér fannst þetta skemmtileg lesning og fannst oft á tíðum að bókin hefði mátt vera lengri. Að vísu fannst mér stundum erfitt að átta mig á landafræðinni í Eyjafirði, hefði viljað sjá þetta á korti. Kannski eru kort í bókinni en ég meðtók söguna sem hljóðbók. En þegar frásagan færðist vestur á Snæfellsnes, en þangað fór Markús, var ég ekki í neinum vandræðum með að átta mig á staðháttum.
Þarf 3 ævisögur
Ég er sammála höfundi að ævisagan sé góð nálgun þegar kemur að því að rannsaka söguna. En þurfum við þrjár? Er ekki búið að skrifa nægilega mikið af sögum ríkra og frægra? Kannski vantar okkur nú bara sögu alþýðukonunnar.
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 189865
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.