Stuldur: Ann-Helén Laestadius

5C5217FB-7BB9-42F3-89FF-C3EB88F922CF
Stuldur

Hljóðbókasafn Íslands (Blindrabókasafnið) er safnið mitt og það er  síður en svo að mig vanti lestrarefni. Það hlaðast upp bækur sem mig langar til að lesa.

Síðasta bókin sem ég las er Stuldur eftir Ann-Helen Laestadius. Þetta er fyrsta bókin sem ég les eftir hana. Ég sé það þegar ég les mér til um hana að þetta sé fyrsta fullorðinsbókin hennar. Hún fékk Augustpriset 2016 (fyrir barnabók) og 2021 var  hún valin besta bók ársins í Svíþjóð.

Stuldur

Stuldur fjallar um átök milli samískra Hreindýrabænda og nágranna þeirra í litlu þorpi lengst upp í Norður-Svíþjóð. Hvað eftir annað er stolið frá þeim dýrum. Í hvert skipti er málið kært en lögreglan hundsar kærurnar og ber ýmsu við.

Aðalpersóna sögunnar er Elsa, níu ára dóttir hreindýrabónda. Þetta er kraftmikil og dugleg stúlka, full af áhuga á búskapnum. Hún hefur fengið eigið mark og síðastliðið vor var henni gefinn hreinkálfur. Bókin hefst á því að segja frá því þegar hún fer ein og sjálf á skíðum í vetrarhaga hjarðarinnar og kemur að honum dauðum. Hún sér manninn sem skaut og þekkir hann. Hann gengur ógnandi að henni og segir að ef hún kjafti frá, muni hann drepa hana. Og hún verður logandi hrædd. Eftir þetta verður Elsa eins og annað barn og hefur áhyggjur af því að hún sé að svíkja með því að þegja, málið hvílir þungt á henni. Í framhaldi af þessu fær lesandinn að kynnast fjölskyldu hennar og fólkinu í þorpinu.

Í seinni hluta bókarinnar er Elsa búin að ljúka námi í framhaldsskóla og kemur til baka í þorpið til að hjálpa til með hreinana, hún fær líka vinnu við skólann sem afleysingakennari. Hún er ekki lengur lítil og hrædd, heldur full af baráttuhug. Vill berjast fyrir réttindum síns fólks.

Þetta er fróðleg bók, sérstaklega um lífið á þessum norðlægu slóðum. Hún er ekki síður góð vegna þess hversu vel hún lýsir því hvernig það er að tilheyra minni hluta hópi sem flestum finnst að eigi að aðlaga sig eða hverfa. Ég finn mikið til með þessu fólki. Hreindýrabúskapurinn tengist í huga mér ósjálfrátt íslenskum fjárbúskap sem á nú undir högg að sækja. En til baka til bókarinnar. Lögreglan á svo sannarlega eftir að rannsaka hreindýrastuldinn. Það kemur ekki til af góðu, bókin sem byrjar sem barnabók veður í lokin glæpasaga.

Höfundur þessarar bókar segir að efni bókarinnar sé sótt til raunverulegra atburða og dregur engan dul á að bókin er hugsuð sem innlegg í réttindabaráttu Sama.

Liza Marklund, útúrdúr

Það fór ekki hjá því að mér yrði hugsað til bókarinnar Heimskautsbaugur eftir Lízu Marklund sem ég er nýbúin að lesa. Bókin er frásaga um bókaklúbb 5 stúlkna og samskiptum þeirra.í þeirra litla hópi ríkir öfund og umburðarleysi.

Bók kallar á bók

Þegar lestri bókarinnar var lokið rifjaðist upp nafn á annarri bók, Eldum björn eftir Mikael Niemi. Hún gerist einnig á slóðum Sama. Aðalpersóna þeirrar bókar er presturinn og náttúruvísindamaðurinn Lars Laestadius (1800 til 1861 ). Stórmerkilegur maður.

Það er ekki amalegt að hafa góðan tíma og látið eftir sér að ferðast bók úr bók.

Bæði Stuldur og Eldum Björn eru þýddar af Ísaki Harðarsyni þ

Arnaldur Sigurðsson tók myndina af hreindýrumum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegt!
Kannski er vakningarpredikantinn Læstadius forfaðir þessarar konu, sama ættarnafnið allavega. 
Læstadius þessi er líklega þekktari í Noregi en í Svíþjóð, þó hann hafi verið sænskur. Hann stofnaði söfnuði í Finnmörku og Troms sem kenndir eru við hann og starfa enn í dag - og ekki aðeins meðal Sama. Þá er sálmabók sem hann safnaði sálmum í enn mikið notuð sumstaðar í Norður-Noregi (og þykir mjög íhaldsöm!).
Hann kom m.a.s. við sögu í uppreisninni í Kauto-Keino í Finnmörku þegar Samar, sem tilheyrði söfnuði hans en túlkuðu boðskap hans ansi frjálslega, drápu prest og fleiri Norðmenn þar og voru teknir af lífi fyrir (líklega einhverjar síðustu aftökurnar í Noregi (uppúr 1850). Gerð hefur verið mjög fræg mynd um þessa atburði (2004).
Það er þessi Læstadius sem Mikael Niemi skrifar um í bókinni "Koka björn" (Niemi er líklega þekktari fyrir bókina "Populärmusik från Vittula" sem hefur verið kvikmynduð):
https://www.hbl.fi/artikel/laestadius-blev-niemis-egen-deckare-2/

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 24.3.2022 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 189876

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband