Arnaldur Indrišason deyr: Bragi Pįll Siguršarsom

E095F9EB-4F56-406F-B956-4C13E23CCE05 Arnaldur  Indrišason deyr

Ég hef aldrei lesiš neitt eftir Braga Pįl Siguršarson og vissi žvķ ekki hvers var aš vęnta žegar ég hóf aš lesa/hlusta į bók hans um Dauša Arnaldar Indrišasonar. Ég var nokkra stund aš įtta mig į efni hennar og las hana žvķ tvisvar.

Efni bókarinnar

Žaš mį segja aš tónninn sé sleginn ķ fyrsta kaflanum er žar segir af sjónvarpsžętti Gķsla Marteins (sem hann kallar Gillamalla). Žarna ręšir GM viš fręgt og mikilvęgt fólk og žaš er slegiš į létta strengi.

Bókin fjallar um Ugga Óšinsson, sem vill vera rithöfundur og hefur gefiš śt nokkrar bękur į eigin kostnaš af žvķ ekkert forlag vill gefa žęr śt.  Hann er kynntur til sögunnar žegar hann og Heba kona  hans takast į um žaš, hvort litli drengurinn žeirra, eigi aš fara į spķtala vegna mikils sótthita. Hann hindrar hana ķ aš fara meš drenginn į sjśkrahśs en hśn gefst ekki upp og laumast burt meš drenginn žegar pabbinn er sofnašur. Uggi leitar žau svo uppi  į spķtalanum og reynir aš fjarlęgja barniš į ofbeldisfullan hįtt. Sķšar kemur ķ ljós aš drengurinn hefur fengiš varanlegan heilaskaša. Konan yfirgefur hann og tekur drenginn meš sér.

Orsök alls žessa er aš  Uggi er ekki  bara rithöfundur,hann er lķka  kenningasmišur.

Helstu kenningar:

Nįttśran er svo voldug aš lķkaminn lęknar sig sjįlfur ef hann er lįtinn ķ friši.

Yfirvöld nķšast į fólki.

Fjölmišlar og valdastéttin ķ landinu hampa slęmum rithöfundum  į kostnaš góšra. Og žeir, slęmu höfundarnir,  vaxa eins og arfi og kęfa   žannig  žroska žjóšarinnar .

Žetta var žaš helsta.

Eina rįšiš til aš bjarga žjóšinni er aš uppręta illgresiš og žaš ętlar Uggi sjįlfur aš gera. Hann er bśinn aš semja įętlun. Og žar er Arnaldur efstur į lista.  En žar lętur hann ekki stašar numiš.

Žetta er spennandi bók žótt allir lesendur viti hver sé moršinginn,en žaš er rįšgįta hvers vegna  lögreglan er svo vitlaus, aš hśn fattar ekki hvaš er aš gerast, žrįtt fyrir aš moršinginn skilji viljandi eftir fjölda įbendinga. Auk žess hefur hann jįtaš sekt sķna fyrir blašakonunni Frišborgu, en hśn er skólasystir  hans. Hśn er reyndar eina viti borna manneskja bókarinnar.  

Žetta var nokkurn veginn sögužrįšurinn.

Frįsagnarmįtinn

Flestar sögupersónurnar, ef ekki allar, eiga sér fyrirmyndir sem aušvelt er aš žekkja. Žęr eru żmist undir eigin nafni eša nöfnum er lķtillega breytt, žó ekki meira en svo aš žęr eru aušžekktar śt frį hlutverki og lżsingu.

Žaš sem einkennir žessa bók sķšast en ekki sķst er sóšalegt oršfęri. Ég hef hvergi, hvorki ķ bók eša raunveruleika séš eins mikiš samansafn af klįmyršum og sóšalegum lżsingum. Ég bżst viš aš höfundurinn taki žetta sem hrós, ef hann af tilviljun les žetta. En žetta er ekki hrós, ég er bara hissa. Helst dettur mér ķ hug aš žetta eigi aš hneyksla , ganga fram af fólki. En žaš getur varla veriš, žvķ sį tķmi er löngu lišinn aš žaš sé hęgt aš ganga fram af fólki meš klįmyršum og sóšalegum lżsingum į lķkamsvessum. Žetta veit ég sem er gömul kona sem man tķmana tvenna. Ég veit aš ég er lķklega  ekki ķ lesendamarkhópi žessa höfundar en hver er markhópurinn?  Trślega į žetta bara aš vera fyndiš.

Ég vil benda vęntanlegum lesendum į, aš žaš er naušsynlegt aš lesa bókina til enda. Aušvitaš er alltaf mikilvęgt aš lesa bękur til enda. En ķ žessari bók sér mašur bókina ķ nżju ljósi viš bókarlok .

endingu

Ętla aš enda žessi skrif meš vķsu Bólu – Hjįlmars:

Vķša til žess vott ég fann

Žótt venjist oftar hinu,

aš Guš į margan gimstein žann,

sem glóir ķ mannssorpinu.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Aprķl 2025
S M Ž M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nżjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frį upphafi: 189876

Annaš

  • Innlit ķ dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir ķ dag: 1
  • IP-tölur ķ dag: 1

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband