Bærinn brennur:Síðasta aftakan á Íslandi

4666BE2F-2051-4296-BD48-41731E98E9F1Bærinn brennur:Síðasta aftakan á Íslandi

eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur

Inngangur

Lesandi bóka er misvel undir það búinn að meðtaka innihald bóka ,setja innihaldið í rétt samhengi, skilja þær. Mér fannst t.d. erfitt að skilja bókina Uppljómun í eðalplómutrénu eftir Azar Shokoofeh, sem gerist í Íran, þar sem ég þekki lítið til. Ég nefni þessa bók sem dæmi af því ég þurfti að hafa talsvert fyrir því að skilja hana  en gafst ekki upp af því mér fannst bókin góð en afar sérstök.

 

Í tilviki bókarinnar , Bærinn brennur, var þessu öfugt farið. Ég hafði lesið heil ósköp um morðin á Illugastöðum, ég þekkti staðhætti og hafði átt góð samtöl við fróða menn. Bækurnar sem ég hafði lesið voru: Enginn má undan líta eftir Guðlaug Guðmundsson, Yfirvaldið eftir Þorgeir Þorgeirsson og bók áströlsku konunnar, Hannah Kent, Náðarstund. Auk þess hef ég lesið fræðilega grein eftir Helgu Kress. Greinin fjallar um orðið skamma, sem kemur hvað eftir annað fyrir í framburði í vitaleiðslum um málið. Ég átti mörg samtöl við alþýðufræðikonuna Elínborgu Jónsdóttur frá Másstöðum í Vatnsdal (fædd 1921 dáin 2007). Hún sagði m.a. að á hennar heimili hefði verið bannað að tala um þessi mál. Það var of viðkvæmt. Fórnarlambið Natan og gerendurnir Agnes og Friðrik tengdust öll fjölskyldu hennar.

Bærinn brennur

Ég hlakkaði því til aða sjá efnistök Þórunnar.

Ég held ég hafi lesið allar bækur hennar og veit að hún svíkur ekki.

Í inngangi bókarinnar greinir Þórunn frá því að hún sé í raun að skrifa bókina fyrir Eggert Þór Bernharðsson, prófessor,  mann sinn, sem nú er látinn. Fyrir dauða sinn hafði hann safnað gögnum um þetta mál. Hann gat rakið ættir sínar til fórnarlambsins Natans. Hann hafði ætlað Þórunni að gera bók um málið. Þegar Þórunn hófst svo handa notaði hún þetta efni jafnframt eigin rann sóknum.

Hvernig er svo bókin?

Þetta er fjörlega skrifuð bók og að því leyti óvenjuleg að höfundur nánast lýsir því yfir að hún sé skrifuð til að hreinsa mannorð Natans. Hann hafi verið órétti beittur. Ekki bara drepinn, heldur hafi seinni tíma menn svert mannorð hans vegna einhverskonar óra sem sprottnar séu af undarlegum hugmyndum um um rétt og rangt. Auðvitað segir hún þetta ekki svona. Þetta eru mín orð. En Þórunn fetar sig í gegnum hauga af málskjölum og þjóðlegum fróðleik svo sem rit Gísla Konráðssonar og Jóns Espólíns. Af og til kallar hún Eggert heitinn fram á vettvanginn, hvað hefði Eggert sagt? Stundum grípur hún sjálf inn í söguna.

Niðurstaða Þórunnar er í stuttu máli  þessi:

 Auðvitað var Natan ekki gallalaus en hann hafði sterka menntaþrá og var góður læknir. Gerendurnir voru aftur á móti knúnir áfram af öfund  og dæmalausri græðgi, grimmd og mannvonsku. Björn sýslumaður Blöndal fær líka góða einkunn.

Niðurstaða

Það er bæði gaman og fróðlegt að lesa þessa bók. Textinn er spriklandi góður. Það er erfitt að lýsa því hvernig Þórunn skrifar. Hún lætur heimildirnar, sem er miklar, tala. Sjálf stendur hún til hliðar og kemur með athugasemdir, á það til að ávarpa heimildamenn. Þetta er skemmtilegt. Stundum notar hún kveðskap til að fanga tíðarandann. Húnvetningar þessa tíma voru miklir hagyrðingar. Auðvitað voru gerendurnir sekir út frá lögum þessa tíma og lögum dagsins í dag. En hvaðan kom þeim þessi hugsun um að það mætti stela frá hinum ríku og jafnvel drepa þá? Og það virðist sem að það hafi ekki bara hafa verið, gerendurnir sem litu þannig á verknaðinn, því þeir áttu sér hóp stuðningsmanna. Það voru alla vega margir sem vildu ekki vitna gegn þeim. En hvaðan komu þessar hugmyndir til Húnvetninga á fyrri hluta 19. aldar? Ég held sjálf að þær hafi legið í loftinu. Sunnan vindar þýðir.  Upplýsingarstefnan og franska stjórnarbyltingin var farin að vinna sitt verk. Morðinginn Friðrik túlkaði boðskapinn á sinn hátt. Hann var ekki orðinn tvítugur og   hvatvís var hann.  

Öðru vísi lestur

 Ég hef í raun ekki lesið þessa bók í bókstaflegum skilningi, ég hef hlustað. Það er Þórunn Hjartardóttir sem les. Hún les ljómandi vel. En bókin er til hér á heimilinu  og ég skoðaði hana í tæki sem nýtist mér til að gaumgæfa bækur.

Þetta er falleg bók og í henni eru bæði kort og myndir. Með þessa bók í höndunum kemur auðveldlega upp söknuður. Ég sakna þess að geta ekki lesið. En ég vík söknuðinum til hliðar, það sem gildir er að horfa á það sem maður getur. Ekki það sem maður getur ekki. Þakklætið gerir manni líka gott. Það er gott að geta hlustað. Og ég er þakklát lesurum fyrir góðan lestur og auðvitað er ég þakklát höfundi fyrir þessa frábæru bók. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 187370

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband