30.5.2021 | 18:46
Bönd ovg Grikkur: Donenico Starnone
Ég hlýt að hafa verið utan við mig þegar bækurnar í leshópnum mínum voru valdar. Allt í einu tók ég eftir því að Við ætluðum að lesa tvær bækur eftir ítalskan höfund sem ég hafði aldrei heyrt um,Domenico Starnone. Bækurnar heita Grikkur og Bönd. Þær eru báðar þýddar af Höllu Kjartansdóttur og það er Siðar Eggertsson sem les. Hann er pottþéttur lesari.
Bönd
Fyrst las/hlustaði ég á Bönd. Bókin hefst á bréfum eiginkonu til mannsins síns sem hefur yfirgefið hana. Bréfin eru full örvæntingar. Ýmist skammir eða yfirlýsingar um hversu mikið hún og börnin, sem hann hefur svikið sakna hans. Þau geta ekki lifað án hans. Maðurinn sem er háskólakennari hefur fundið nýja og yngri konu sem er falleg og ljúf. Skammast ekki. Engu að síður hlýðir hann kalli eiginkonu sinnar. Kemur heim. Fljótlega tekur hann þó upp fyrri lífsmáta, heldur framhjá en nú á laun. Seinna í bókinni kemur fram að börnin elska ekki foreldra sína, þeim finnst þau ömurleg. Öll ógæfa sem hendir þau í lífinu er foreldrunum að kenna. Dóttirin er beinlínis hatursfull.
Bókin hreif mig ekki, líklega mest vegna þess að ég trúði henni ekki. Flestum sem ég þekki þykir vænt um foreldra sína. Ég man þó eftir fólki sem var gagnrýnið á foreldrana á unglingsárunum meðan það var að finna sig, en það eltist af þeim . Mér leiddist bókin.
Grikkur
Grikkur segir frá gömlum listamanni, sem tekur að sér að gæta fjögurra ára dóttursonar síns, meðan foreldrarnir fara á stærðfræðiráðstefnu. Hann hefur nýlega gengið í gegnum erfið veikindi og treystir sér naumast í að passa. En þegar dóttirin leggur að honum, höfðar til samvisku hans, lætur hann undan. Afinn virðist þekkja barnið lítið, býr í annarri borg. Hann ræður illa við verkefnið. Drengurinn er kotroskinn og tekur honum vel. Barnið er sterkari aðilinn. Þeir leika þykjustu leiki og allt í einu fer leikurinn úr böndunum. Afinn kemst í klípu. Yfir og allt um kring grillir í beyg gamla mannsins ýmist í fortíð eða í framtíð. Hann hefur áhyggjur af heilsu sinni og af dóttur sinni. Hann hefur skynjað að það eru erfiðleikar í hjónabandinu. Auk þess hefur hann áhyggjur af verkefni sem hann hefur tekið að sér.
Þessar bækur segja mér að það hafi orðið einhvers konar gliðnun í sambandi , tengslum fjölskyldna á Ítalíu. Hvað hefur orðið af háværu stórfjölskyldunni sem borðar saman, þar sem hver talar ofan í annan?
Höfundur bókarinnar er Domenico Starnone fæddur 1943. Þegar ég fór að lesa mér til um hann, sá ég frétt, þar sem talað er um hann sem mögulegt púsl í púsluspilinu sem er að verða til í leitinni að höfundinum á bak við dulnefnið Elena Ferrante. Domenico er nefnilega giftur Anita Raja en því hefur verið slegið föstu að hún sé konan á bak við dulnefnið. Ég sá bækurnar í nýju ljósi eftir að hafa meðtekið þessa frétt. Áður hafði ég hugsað að bókin Bönd væri merkilega lík síðustu bókinni sem ég las eftir Ferrante; Lygalíf fullorðinna. Það skyldi þó ekki vera að Ferranti bækurnar séu samvinnuverkefni þeirra hjóna ?
Lokaorð
Og núna þegar ég lýk við þessi skrif er ég næstum orðin jákvæð og þakklát. Kannski þarf ég að líta mér nær í sambandi við hvort fölskylduböndin séu í lagi?
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Búin að hlusta á Lygalíf Fullorðna og fannst hún góð. Skemmtileg lýsing á barni sem er að þroskast í ungmenni, tími breytinga til anda, sálar og líkama. Hvernig stúlkan vinnur úr nýjum og nýjum upplýsingum sem færa hana nær sannleikanum, eða hvað, nei, kannski bara hvernig hún sér og skynjar sína nærveröld, fólk og málefni. Skemmtilegar karakter lýsingar, lifandi og svolítið fyndnar á köflum
G Helga Ingadottir, 31.5.2021 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.