Fjarvera þin er myrkur:Jón Kalman Stefánsson

7CAAF6DD-5B43-421E-9582-0D1119554488
Fjarvera þín er  myrkur

Fjarvera þín er  myrkur eftir Jón Kalman Stefánsson er bók til að lesa oft. Það þarf að hafa dálítið fyrir því að lesa hana, ég er búin að lesa /hlusta á hana tvisvar og  mér finnst ég enn ekki  fyllilega búin að raða henni saman. Frásögnin fer fram og til baka í tíma, persónur eru margar og ættfræðin skiptir máli. Þetta var svolítið eins og að lesa Eyrbyggju . Þetta eru margar sögur, sem tengjast og til samans mynda þær heild. Sögusviðið er líka nokkurn veginn það sama og Eyrbyggju, Snæfellsnes, Dalir og Strandir.

Góðar bækur eru til að lesa þær oft.

Ég tek það fram að ég tel það ekki eftir mér að þurfa að hafa fyrir því að lesa bók. Ég hef nógan tíma og ég ræð honum. Auk þess er stíllinn á þessari bók þannig að það er ljúft að lesa. Það eru margar fallegar setningar og heimspekilegar vangaveltur sem mann langar til að muna.

En um hvað er bókin?

 Þetta er saga um líf alþýðufólks, um drauma þess og þrá. Já, og um ástríður. Það er greinilegt að allt þetta, draumar, þrá og ástríður er nokkuð sem manneskjan fær í sinn hlut án þess að biðja um það. Hún  ræður sér ekki fyllilega sjálf, og lendir í  basli. Þetta barasta  hellist yfir mann. Sest að í sálinni eða í kroppnum.

Segulnál hjartans

Það væri rangt að kalla fólkið í bók Jóns Kalmans, homo sapiens, sem þýðir hinn viti borni maður. Persónur hans er fólk tilfinninga og skynjana. Ég kann ekki latínuheitið á því. Hjartað ræður meiru en skynsemin. Já, og fortíðin lifir í núinu. Ég þekki þetta ástand. Stundum talar afi minn á Veturhúsum í gegnum mig.

 Lokaorð

Nóg að sinni um Fjarvera þín er myrkur. Meira þegar ég hef lesið hana betur og gert nafnaskrá og ættatal.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 188994

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband